Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1976, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.06.1976, Qupperneq 6
Frammistaða vestfirska frjálsiþróttafólksins vakti mikla athygli á landsmóti UMFÍ í fyrra. Hér sést úrslitaspretturinn i 100 metra hlaupi. Bræðurnir Magnús og Angantýr Jónassynir frá HVÍ koma fyrstir í mark. í miðið er Sig- urður Jónsson HSK sem varð þriðji. knattspyrnunnar í byggðarlaginu. Nú væri hins vegar ætlunin að koma á héraðsmóti í knattspyrnu innan HVÍ í öllum aldurflokkum. Enginn íþróttakennari starfar á vegum HVÍ í sumar. Jón sagði að Valdimar Jóhannsson íþróttakennari hefði leiðbeint með góðum árangri síðastliðin þrjú sumur, en nú væri enginn fjárhagsgrundvöllur lengur fyrir slíkum starfskrafti. Bestu kunn- áttumenn á hverjum stað leiðbeina og treyst er á sjálfboðaliða og þann áhuga sem greinilega er ríkjandi í hér- aðinu. Við spurðum Jón um aðstöðuna til íþróttaiðkana í héraðinu, og kvað hann hana mjög bágborna. íþrótta- völlurinn á Núpi er orðinn gamall og úr sér genginn og þarfnast mikilla endurbóta. Malarvellir til knatt- spyrnuiðkana eru í þorpunum, en frjálsíþróttafólkið finnur sárt til þess hve aðstaðan er slæm, og það er ein helsta ástæðan fyrir því að ágætt iþróttafólk flyst úr héraðinu. Ekkert íþróttahús er í héraðinu nema á Núpi, en reynt er að notast við félagsheimili og skólastofur sums staðar til inni- íþrótta. Handknattleikur stúlkna er æfður í einu félagi, en stúlkurnar vantar keppinauta í héraðinu. Að sjálfsögðu er um margs konar starfsemi að ræða aðrar en iþróttir hjá félögunum. Skák og spilamennska er viða iðkuð í félögunum, og t. d. má geta þess að Umf. Önundur hafði „opið hús“ í félagsheimilinu nokkrum sinn- um í vetur og mæltist það vel fyrir. Umf. Mýrahrepps hefur alltaf á vet- urna 3ja kvölda spilakeppni og svo mætti lengi telja. Nokkurt nýmæli var það í vetur að íþróttafélagið Grettir á Flateyri setti leikrit á svið og sýndi það víða um Vestfirði við frábærar undirtektir. Þannig hefur starfið margar hliðar. Leikstarfsemin hefur stundum áður staðið með blóma, en hinir ýmsu starfsþættir eru sveiflu- kenndir í fámennum byggðarlögum og oft koma kraftmikil starfstímabil á ýmsum sviðum, ekki síst þegar nýir starfskraftar láta til sín taka. Ekki má gleyma að geta þess að HVÍ hefur innan sinna vébanda sér- stæðasta ungmennafélag á landinu. Það er Umf. Vorblóm á Ingjaldssandi. Þetta er lítið félag í einni afskekkt- ustu byggð landsins. En 100% íbúanna eru í ungmennafélaginu. Félagið á bæði félagsheimili og bókasafn og rekur hvort tveggja með myndarbrag. Þá er aðeins eftir að geta þess að ársþing Hví var haldið í maílok. Stjórn þess skipa: Jón Guðjónsson formaður, Kristinn Valdimarsson ritari og Ás- valdur Guðmundsson gjaldkeri. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.