Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1976, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.06.1976, Qupperneq 8
Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Sönderborg og frú hans, var það einlægur ásetningur forustumanna beggja landshreyfinganna að sam- skipti þessi mætti auka ár frá ári með gagnkvæmum íþrótta- og félagslegum samskiptpm. Það er því ánægjulegt til þess að vita, hversu vel hefur tek- ist um þessi áform, og nú i sumar hafa þessi samskipti við félaga okkar í Danmörku verið hvað mest. Það er hinn dugmikli framkvæmdastjóri okk- ar Sigurður Geirdal, sem borið hefur hita og þunga þessa starfs hér heima, en hann er formaður utanríkisnefndar UMFÍ. í sumar mun láta nærri að um 100 íslenskir ungmennafélagar hafi sótt Landsmótið í Esbjerg, þar af um 80 manns sem beinir þátttakendur í sýn- ingum og keppni landsmótsins og 20 manna fylgdarlið. Góðir fulltrúar Undirritaður fullyrðir að þátttaka sýninga- og keppnisfólks okkar hafi Hér eru flestir íslensku ungmennafélagarnir saman komnir á einni mynd sem tekin var í Fuglsöcentret í sumar. vakið verðskuldaða athygli á Lands- mótinu í Esbjerg, verið góð landkynn- ing og félagsskap okkar til sóma. Hinn glæsilegi ungi sýningarflokkur íþróttafélagsins Gerplu, undir öruggri og festulegri yfirstjórn Margrétar Bjarnadóttur, vann hug og hjörtu allra áhorfenda á mótinu, og virtist geta og hæfni ungu sýningarstúlkn- anna koma mótsgestum fimleikaþjóð- arinnar miklu skemmtilega á óvart. Þá voru utanyfir-búningar sýningar- flokksins sérlega fallegir og einstakir á þessari miklu íþróttahátíð, þar sem ótrúlegt úrval búninga kemur fram og setur skemmtilegan svip á inngöngu og allar sýningar íþróttaflokkanna. Þjóðdansaflokkur Umf. íslendings sýndi mikið mótsdagana, bæði á móts- stað og við ýmis önnur tækifæri, jafn- vel á Ráðhústorginu í Esbjerg ásamt öðrum úrvalsflokkum á mótinu. Sýn- ingar flokksins voru mjög skemmti- legar og prógrammið vel samansett, blandað ísl. vikivökum og léttum gömlum dönsum, sem sumir hverjir 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.