Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1976, Side 17

Skinfaxi - 01.06.1976, Side 17
SPORT kristnin orSin alls ráðandi i Róm, og Þeódósíus keisari sem þóttist maður sannkristinn, bannaði olympíuleikana árið 393 eins og hverja aðra heiðna trúarathöfn. En á Colessum í Róm béldu hinar blóðugu „íþróttir“ áfram úndir vernd kristninnar uns hrun Rómaveldis varð algjört. Olympíuleikar nútímans voru sem kunnugt er endurvaktir árið 1896 í Aþenu undir forystu og fyrir frum- kvæði frakkans Pierre de Coubertain (1863—1937). Honum var efst í huga hið alþjóðlega friðarhlutverk olympíu- leikanna. Sem kunnugt er lagði hann áherslu á að aðalatriðið væri ekki að sigra heldur að taka þátt í keppninni. Hann var eindreginn andstæðingur atvinnumennsku í íþróttum, og hug- sjónum sínum var hann ætíð trúr og barðist fyrir þeim af alefli. En olympíuhugsjónin hefur oft átt erfitt uppdráttar og aldrei eins erfitt °g hin síðari ár, þar sem dulbúinni atvinnumennsku hefur verið komið á í naörgum löndum. Samt sem áður halda olympíuleikarnir enn velli, og vonandi tekst að varðveita þá i fram- tíðinni þannig að þeir verði áfram vettvangur íþróttaæskunnar úr öllum heimi. Frá því Pierre de Coubertin endur- reisti olympiuleikana, hafa þeir verið haldnir sem hér segir: 1896 í Aþenu 1900 - París 1904 - St. Louis 1906 - Aþenu 1908 - London 1912 - Stokkhólmi 1920 - Antwerpen 1924 - París 1928 - Amsterdam 1932 - Los Angeles 1936 - Berlín 1948 - London 1952 - Helsinki 1956 - Melbourne 1960 - Róm 1964 - Tókíó 1968 - Mexíkó 1972 - Múnchen 1976 - Montréal. S KI N F A XI 17

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.