Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1976, Page 4

Skinfaxi - 01.08.1976, Page 4
FORSÍÐUMYNDIN er af Guðmundi Sigurðssyni lyftingamanni sem náði bestum árangri íslensku kcppend- anna á olympíuleikunum í sumar. Guðmundur varð í 7.—8. sæti í milliþungavigt, og hefur enginn íslenskur íþróttamaður komist svo framarlega á olympíuleikum síðan 1960. Sjá nánar grein um olympíuleikana bls. 8—13. Nadia Comanesci fimleikadrottn- ingin á olympíu- leikunum í Mon- tréal er ekki nema 14 ára og safnar brúðum. Svona leit hún út með nýju brúðuna sina eftir keppnina á olympíuleikun- um. Skákkeppnin á skák- þingi UMFÍ er hafin og er forkeppninni lokið. Niðurstöður hennar er að finna á bls. 14, og þar sést einnig hvaða sveitir komast í úrslitin í ár. í sumar var haldin Norræn ungmennavika á Flúðum í Hrunamanna- hreppi. Þetta var hin ár- lega ungmennavika ung- mcnnafélaganna á Norð- urlöndum, og það var UMFÍ sem sá um vikuna að þessu sinni. Grein um vikuna og myndir frá henni eru á bls. 15—18. Aki-Bua frá Úg- anda sigraði í 400 m grindalilaupi á OL 1972 og kyssti verðlaunapen- inginn. f sumar var hann einn í hópi þeirra sem sneru vonsviknir heim án þess að fá að kepa á OL. Sjá grein um OL bls. 8. 20. sambandsráðsfundur UM- FÍ verður haldinn á Dalvík 23. október 1976. Á fundinum verður m. a. f jallað um næsta landsmót UMFÍ sem áformað er að halda á Dalvík 1978. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.