Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Síða 6

Skinfaxi - 01.08.1976, Síða 6
Á sumarhátíö UÍA að Eiðum komust þúsundir gesta í kynni við íþróttir og aðrar hollar skemmt- anir. Fjölbreytt íþrótta- keppni og íþróttasýning- ar voru á hátíðinni. Myndin er frá judo- sýningunni, en í baksýn sjást knattspyrnumenn sem bíða eftir keppni í sinni grein. auk þess er hin hliðin að með þessari hátíð kemst starf UÍA fyrir augu fólksins, og má segja að þvílíkur fjöldi fólks hafi ekki komist í snertingu við íþróttastarf UÍA um árabil. Að sjálf- sögðu var nokkur byrjendabragur á framkvæmdinni hjá okkur þar sem lítið var um reynda starfskrafta, en allt gekk þó stórslysalaust og við öðl- uðumst dýrmæta reynslu sem mun koma okkur að notum í framtíðinni. Þá getum við nefnt utanlandsför ungs íþróttafólks frá UÍA til Dan- merkur í sumar í boði ÍSÍ en þangað fóru 12 ungmenni ásamt tveim farar- stjórum þeim Hermanni Níelssyni og Pétri Eiðssyni. Dvöldu þau um viku- tíma á íþróttamiðstöð Danska íþrótta- sambandsins. Til þessarar farar var valið okkar besta íþróttafólk á aldrin- um 15—18 ára. Ferðin var vel undir- búin og var þetta unga fólk bæði UÍA og landi sínu til sóma. Þá var fjölþætt iþróttastarfsemi og mótahald á vegum sambandsins í sumar samkvæmt venju, og má þar nefna Austurlandsmót í knattspymu, handknattleik, sundi, og Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum sem áður er nefnt. í öllum þessum mótum var óvenju mikil þátttaka. Auk þeirra fáu punkta sem ég hef nefnt hér vil ég geta þess að gífurlega mikið og vaxandi starf fer fram í hin- um rúmlega tuttugu aðildarfélögum UÍA, og verðum við þess greinilega varir að starfsemi er í sókn, t. d. hafa félög sem litið hefur borið á tekið upp fjölþætta íþróttastarfsemi. — Nú er 3. þing UÍA nýafstaðið hvað viltu segja okkur um það? — Fyrir þessu þingi sem haldið var á Vopnafirði 12.—13. sept. lá óvenju- mikill fjöldi mála, skíðamiðstöð á Austurlandi, fræðslumál, fjármál, og kynntar voru niðurstöður ráðstefnu 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.