Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1976, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.08.1976, Qupperneq 7
um æskulýðsmál á Austurlandi sem haldin var að Hallormsstað í sumar af UÍA, SSA, og KSA. Þá var á þinginu mjög til umræðu nýafstaðin sumar- hátíð og almenningsiþróttir, auk laga- breytiga, kosninga og fastra liða. — Hverjar telwrðu merkustu sam- þykktir þingsins? — Þær stefnumarkandi samþykktir sem ég tel merkastar voru um leiðtoga og leiðbeinendamenntun á svæðinu, og almenningsíþróttir. — Hver verða svo helstu viðfangs- efni í nánustu framtið? — Ég tel félagsmálafræðslu brýn- asta verkefnið og í kjölfar hennar leiðbeinendamenntunina. Að þessu tvennu verður unnið af fullum krafti í vetur og á næstu árum, enda tel ég þessa tvo þætti algera undirstöðu þess að á næstu árum verði innan UÍA 20 vel starfandi og sterk félög. Þá er sumarhátíðin verkefni sem við leitumst við að þróa í framtiðinni svo hún verði vegleg fjölskylduhátíð byggð upp af íþróttum og öðru menningar- legu skemmtiefni. Þá vil ég nefna merkilegt átak í þá átt að hvetja fólk til hollra gönguferða og náttúruskoðunar með útgáfu korta yfir gönguleiðir á Austurlandi. Þá er um þessar mundir unnið að því að koma á fót skrifstofu fyrir sam- bandið og nú starfa á vegum sam- bandsins tveir framkvæmdastjórar þeir Emil Björnsson og Hermann Ní- elsson. í framtíðinni er ætlunin að fá sveitarfélögin til þess að gera UÍA fjárhagslega kleift að hafa jafnan í starfi framkvæmdastjóra allt árið, svo að UÍA geti unnið betur að eigin verk- efnum og veitt aðildarfélögum sínum aukna þjónustu. Stjórn UÍA skipa nú: Sigurjón Bjarnason, form., Gísli Blöndal, Helgi Arngrímsson, Dóra Gunnarsdóttir, Elma Guðmundsdóttir. F ormannaskipti í HSK Stjórnskipti urðu í Héraðssam- bandinu Skarphéðni er þing þess var haldið fyrr á þessu ári. Jóhannes Sig- mundsson sem verið hefur formaður HSK s.l. 10 ár baðst undan endur- kjöri og sömuleiðis stjórnarmennirnir Hjörtur Jóhannsson, Diðrik Haralds- son og Baldur Björnsson. Formaður var kosinn Helgi Stefáns- son, gjaldkeri Ársæll Þórðarson, ritari Valmundur Gíslason og meðstjórn- endur ísólfur Pálmason og Klemens Erlingsson. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.