Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Síða 13

Skinfaxi - 01.08.1976, Síða 13
Öðru máli gegndi um tröllkonuna Júlíönu Semynova frá Sovétríkjunum. Hún er 217 sm á hæð og bar að sjálfsögðu höfuð og herðar yfir aðrar konur og flesta karlmenn. stað í 5 km hlaupi og vera í farar- broddi fyrsta hringinn, en koma svo 5 mínútum á eftir sigurvegaranum í mark. Þetta vakti ekki litla athygli, og margir veltu því fyrir sér hvort Haiti-búar hefðu tekið sér fyrir hend- ur að spotta allt keppniserfiðið með þessum hætti, og svo mikið er víst að Haiti var á allra vörum dagana sem keppt var i þessum greinum. OG ÍSLAND Um þátttöku íslensks íþróttafólks á olympíuleikunum að þessu sinni hefur mikið verið rætt og ritað. Sumir hafa látið þau orð falla að við ættum að hætta olympíuþátttöku þar sem okkar fólk sé alltaf aftarlega í röðinni. Ekki skal tekið undir slíkt sjónarmið hér. Við eigum að vera olympiuhug- sjóninni trú og senda okkar besta fólk til keppni á olympíuleikunum. En við getum ekki vænst þess að okkar fólk standi keppendum íþróttastór- veldanna á sporði meðan styrkir til virkrar íþróttastarfsem og afreks- íþróttastarfsemi og afreksíþrótta eru svo smánarlega lágir sem raun ber vitni um hjá okkur. Okkar fólk stóð sig heldur alls ekki illa á olympíuleikunum. Einn þeirra sótti meira að segja fram í fremstu fylkingar atvinnumannanna. Það var Guðmundur Sigurðsson sem varð í 7.—8. sæti i milliþungavigt i lyfting- um. Árangur hans í tvíþrautinni (snör un og jafnhendingu) er betri en ár- angur sigurvegarans í þessum grein- um 1956 og 1960, en á þeim tvennum olympíuleikum hélt Vilhjálmur Ein- arsson uppi nafni íslands með sem mestum sóma. Þessi árangur Guð- mundar nú sýnir að okkar fólki er líka stöðugt að fara fram þrátt fyrir erf- iðar aðstæður. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.