Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1976, Page 23

Skinfaxi - 01.08.1976, Page 23
25 prósent. Nú þykir sannað að slíkar tilfærslur á blóði geti einkum aukið þol manna verulega eða allt að 25%. Killanin lávarður, formaður Alþjóða- olympíunefndarinnar, hefur lýst því yfir að blóðflutningur heyri ekki undir óleyfilega lyfjanotkun. Sá frægðar- maður á olympiuleikunum sem talinn er hafa fengið meðhöndlun sem þessa, er finnski hlauparinn Lasse Viren. Er þetta talin skýringin á hinum óvæntu sigrum hans á tvennum OL í röð án þess að verulega kveði að honum milli olympíuáranna. ER ÞETTA FRAMTÍÐIN ? Áfram heldur lyfj akapphlaupið á íþróttamarkaðinum, og er fjöldi lækna í ýmsum löndum að kanna hvað hægt sé að nota af ýmsum sjúkdómalyfjum til að örva afkastagetu íþróttafólks. T. d. eru nú gerðar tilraunir með ýms- ar vitaminblöndur sem örva efna- skipti í líkamanum án þess að hafa nokkrar aukaverkanir. Flestir sérfræðingar eru á einu máli um það að nú sé rétt að hefjast fyrir alvöru sérfræðingakapphlaupið. Gíf- urlegu fé verður varið í tilraunir á þessu sviði allt í þeim tilgangi að finna upp áður óþekkt ráð til að auka afreksgetuna umfram venjulega mannlega hæfileika. Margir íþrótta- menn eru farnir að líta á slíkar að- farir sem sjálfsagðar. Olympíusigur- vegarinn í maraþonhlaupi á OL i Múnchen 1972, Frank Shorter frá Bandaríkjunum, varð annar i hlaup- inu í Montréal. Hann segist ætla að keppa 1980 „ef ég fæ nógu góða lækna til að undirbúa mig?“, bætti hann við. Kristoff frá Búlgaríu var krýndur sigurvegari í þungavigt lyftinga á olympíuleikunum. Nú hafa verðlaunin verið dæmd af honum. Hann hafði aukið vöðvastyrk sinn á ólöglegan hátt. A.m.k. þrír aðrir lyftingamenn voru strikaðir út af afrekaskrám olympíuleikanna. Ekki þarf að efa að margir hugsa með óhug til framtíðarinnar í íþrótta- málum vegna þessara nýju viðhorfa. En lítil von er til þess að stórþjóðirnar snúi til baka á þessari braut. Og raun- ar þarf ekki stórþjóðir til. Lyftinga- mennirnir þrír sem urðu að skila verð- launum sínum voru frá Búlgaríu og Póllandi. Og núna nýlega barst sú til- kynning, að fjórði maður í milliþunga- vigt, Grippaldi frá Bandarikjunum, hefði líka reynst ólöglegur vegna lyfjanotkunar. Þar með er Guðmund- ur Sigurðsson kominn í 7.—8. sæti. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.