Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 5
* FRÁ ÞINGUM HÉRAÐSSAMBANDA Ársþing Ungmenna- sambands Eyjafjarðar 56. ársþing Umf. Eyjafjarðar var haldið í Dalvíkurskóla 30. apríl og 1. maí sl. Þingið sátu 56 fulltrúar frá öll- um aðildarfélögum UMSE 15 talsins. Gestir þingsins voru Hafsteinn Þor- valdsson form. UMFÍ, Sveinn Björns- son varaforseti ÍSÍ, Sigurður Geirdal framkvstj. UMFÍ, Hermann Guð- mundsson framkvstj. ÍSÍ, Valdimar Bragason bæjarstjóri Dalvíkur og Páll Garðarsson f.v. stjórnarmaður UMSE. í skýrslu stjórnar, sem Þóroddur Jóhannsson framkvstj. UMSE flutti, kom fram, að starfsemin var mikil og fjölþætt á árinu, en þó mest á sviði íþrótta. Sambandið stóð þó fyrir 4 félagsmálanámskeiðum í samvinnu við aðra aðila. í skýrslu gjaldkera kom fram að fjárhagur hafði batnað nokkuð á ár- inu. Þingið markaði og afgreiddi starfs- áætlun fyrir yfirstandandi ár. Sam- kvæmt henni mun starfið verða með líku sniði og undanfarin ár. Sérstök áhersla mun þó verða lögð á öflugt unglingastarf. Þóroddur Jóhannsson (Ljósm.Sig.G) Ársþingið skoraði á UMFÍ og ung- mennafélögin almennt, að gera þetta ár, sem er sjötugasta afmælisár UMFÍ, að sérstöku baráttuári gegn áfengis- bölinu og hvatti til bindindisfræðslu i skólum. Á kvöldvöku er haldin var á laugar- dagskvöldinu var tilkynnt að Aðal- steinn Bernharðsson Umf. Framtíðin hefði verið kjörinn „íþróttamaöur UMSE 1976“. Á þessari kvöldvöku var Umf. Reyni afhentur Sjóvábikarinn í annað sinn, en bikarinn hlýtur það SKINFAXl 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.