Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 20
Sport blað í Eiðaskóla Á Austurlandi starfar Ungmenna- félag við nokkuð sérstakar aðstæður er það Ungmennafélag Eiðaskóla. Á vegum þess fer fram fjölbreytt félagsstarfsemi sem að líkum lætur þegar hópur ungmenna er saman kominn á einn stað. Ungmennafélagið stendur fyrir út- gáfu fjölritaðs íþróttablaðs er SPORT nefnist, hafa á þessum vetri komið út 5 tbl. af riti þessu. Innihalda þau ýmislegt efni til fróðleiks, svo og frétt- ir af starfinu. í lokaorðum síðasta blaðs kemur berlega í ljós afstaða nemenda til þessa félagslífs þar, sem segi m.a. „Gífurleg vinna fer í allskyns störf svo sem: stjórnunarstörf, nefndarstörf, íþróttaæfingar og mót, leiklistarstörf o.fl. o.fl. í þessu starfi taka piltar og stúlkur jafnan þátt, vinna saman að verkefnum og læra þannig að meta hvort annað og kynnast á heilbrigðum grundvelli.“ Formaður Ungmennafélags Eiða- skóla er Guðmundur Gíslason. Ársrit HSÞ Héraðssamband Suður-Þingeyinga gefur árlega út rit nokkuð er nefnist Ársrit HSÞ. Rit þetta er nú komið út í 11. sinn. Ritstjóri er Arnaldur Bjarnason. í ritinu eru auk starfs- skýrslu HSÞ fyrir árið 1976 og reikn- inga fróðleg grein um félagslíf í skól- um. Heimsóttir eru heimangönguskólar og heimavistarskóli og viðtöl tekin við skólastjóra og kennara í þeim. Einnig eru í ritinu fréttir frá fé- lögum innan vébanda HSÞ, afreka- skrá HSÞ 1976 í frjálsum íþróttum og metaskrá 1. janúar 1977. Grein um leiklistarstarfsemi og Laugahátíð, skýrsla frj álsíþróttaþj álfara og m.fl. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og íélagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar stærðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar iþrótta. Leitiö upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavík - Sími 22804 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.