Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 8
„ ÍSLAND SKAL FRJÁLST Á MEÐAN ÞÚ LIFIR” Á þeirri skálmöld spillingar og öng- þveitis, sem ríkir í okkar landi, verða menn æ gleymnari á þær hugsjónir, sem aldamótakynslóðin fóstraði með sér. Sú kynslóð átti sér þá „óraunsæju draumóra“ að ísland skyldi frjálst og íslendingar skyldu hjálpa sér sjálfir út úr þeirri fátækt og niðurlægingu sem lá í landi. Sú kynslóð vann vel, og undir kjörorðinu „íslandi allt“ breytti hún íslandi úr kúgaðri hjá- lendu í fullvalda ríki og lyfti þjóðinni frá örbyrgð til bjargálna. Með árvökr- um huga sem aldrei missti sjónar á markmiðinu gerði hún byltingu á ís- landi. íslenska lýðveldið var stofnað í hringiðu stríðsgróðans. Stríðið leiddi ísland undir verndarvæng stórveldis- ins vestan Atlantshafsins og færði landsmönnum digrari sjóði en áður höfðu sést í landinu. Ný kynslóð settist að völdum með ný viðhorf. Þau verð- mæti sem mest voru virt af aldamóta- mönnum, manngildi og þjóðleg reisn, féllu í skuggann fyrir peningastreði, — nýtt þjóðfélag tók á sig mynd með stærstu þjóðflutningum í íslandssög- unni, frá byggðum landsins á dálítinn blett á suðvesturhorninu. Sjómenn drógu þorsk úr sjó, sem stórveldið ríka keypti síðan háu verði. Og lét ekki þar við sitja, heldur færði þjóðinni rausn- argjafir kenndar við Marshall — og kynnti henni um leið ýmsan glæsileg- an varning og gerði gylliboð um hlut- deild í allsnægtunum vestanhafs. Ekki þótti nema sjálfsagt að hýsa herstöð þessa gjafmilda stórveldis, og þótt ýmsir mögluðu og töluðu um landssölu voru slíkar raddir bældar og bent á Rússagrýlu í austri. Framfarir og velmegun voru orð dagsins. Jó- hannes úr Kötlum bregður upp mynd af hinu nýja þjóðfélagi í „Óðnum um oss og börn vor“: Ó þér veltiár velferðarríkis íslands þúsund árum gjöfulli í tíma og rúmi Hvert og eitt heil öld nýrrar reynslu Hvert og eitt heil veröld nýrra möguleika Þér ár sem gerðuð blóð og tár hinna ósýnilegu Að dreggjum niðurlægingarinnar í bikurum vorum Hvílík ár hvílík sjálfgleymisár. í þessi sjálfgleymisár hefur þjóðin lifað hátt og lítt sést fyrir i þeirri trú að aldrei komi að skuldadögum. En smátt og smátt tók að koma í ljós á hve veikum grunni þetta nýja velferð- arríki var byggt. Sjómenn og fisk- vinnslufólk sem ekki hafði flutt í höf- uðborgina skapaði þjóðinni gjaldeyris- tekjur, en í höfuðstaðnum sýslaði fólk við verslun, bankarekstur og margvís- lega þjónustu við sjálft sig og aðra. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.