Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 9
Höfuðstaðarfólkinu þótti líf sitt ein- kennast af menningu og háu siðgæði, en fiskvinnslufólk þótti þvi að sama skapi menningarsnautt og lítt siðað. Með því að hafast ekki að i trausti þess að sjómenn myndu um alla fram- tíð halda áfram að draga þorsk úr sjó, gróf borgarþjóðin öllum íslendingum gröf sem þeir falla nú dýpra og dýpra í. — Sá timi kom, að sjómenn drógu ekki nógan þorsk til að sjá fyrir lands- fólkinu. Borgarþjóðin lét sér í fyrstu ekki bregða og tók lán í útlendum bönkum og lifði eins og áður. Þegar ekki rættist úr var landhelgin stækk- uð og sjómönnum útvegaðir nýir og fullkomnir togarar. Enn voru tekin útlend lán og vonað að allt færi nú að lagast. En allt kom fyrir ekki. Fiski- miðin voru ekki lengur sú gullnáma sem áður var, og enn varð að taka lán og nú til að borga af gömlu nánun- um. Borgarþj óðin tók nú að örvænta um sinn hag, krónan féll og verðbólgan óx svo sífellt þrengdi að kjörum fisk- vinnslufólks. Borgarþjóðin reyndi eft- ir bestu getu að halda sínum hlut og beitti ýmsum ráðum. Sumir smygluðu víni og eiturlyfjum ellegar stóðu í fasteignabraski eða innflutningi á hinu og þessu. Aðrir drógu sér fé úr bankakerfinu með velskipulögðu ávís- anafalsi. Margir tóku að heimta að herstöðin yrði gerð að meiri gróðalind en fyrr, og að stórveldið greiddi margt af því sem telst til sameiginlegra þarfa landsmanna, því ekki gat hinu auðuga stórveldi munað um slíka smámuni. Loks sýndist valdsmönnum í borginni þó að hér þyrfti meira til. Tóku þeir þá til að skrifa bónarbréf til stórfyrir- tækja um víða veröld og spyrja hvort nokkurt þeirra væri vilj ugt til að taka við rekstri þrotabúsins íslands, en fá í staðinn nóga vatnsorku fyrir álver og aðrar stórverksmiðjur sem þjóna vígbúnaði ogó óhófsneyslu í Vestur- heimi. Gekk þetta vonum seinna, en nú þegar þetta er skrifað virðist loks kominn skriður á. Auðhringur einn mun nú eiga að reisa álver í öllum landshlutum og fylla loftin eimyrju. Þykjast borgarmenn nú hafa stytt sér leið að marki og bætt fyrir fyrra dug- leysi. Ætla þeir nú tryggt að þeir geti áfram eytt arðinum af landsins gæð- um í eigið óhóf og íburð 1 stað þess að festa hann í nytsömum framleiðslu- fyrirtækjum. Aðra drauma eiga þeir ekki. Ómerkileg tilfinningasemi þykir þeim að amast við erlendum áhrifum í landinu, eða því að þjóðin sé gerð ómyndug og ósjálfbjarga í efnahags- málum. Og raunar skiptir þá ekki máli hvort ísland kallast sjálfstætt ríki eður ei. Það er örlagastund í íslandssögunni. Hvað er eftir af draumum alda- mótakynslóðarinnar? Stendur nú öllum á sama um þjóð- frelsi og manngildi? Nei, — þeim sem starfa út um byggðir landsins, bæði í sveitum og sjávarplássum stendur ekki á sama. Æskulýður landsbyggðarinnar sem á ísland að föðurleifð vill ekki fram- selja það né auðlindir þess í hendur útlends auðvalds. Það eru ný átök framundan. Tími er kominn til að taka sér aldamótakynslóðina til fyrir- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.