Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 4
Starfs-
kraftur
kveður
Lilja
Steingrímsdóttir
(Ljósm. Sig.G)
Síðastliðið ár hefur Lilja Stein-
grímsdóttir unnið í skrifstofu UMFÍ.
Lilja lét af þeim störfum nú í byrjun
maí og hafði þá starfað þar í tæpt ár.
Skinfaxi flytur Lilju sínar bestu
þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.
Lofað upp í ermina
í siðasta tölublaði, lofaði ég því að
þetta blað kæmi út í maí, sem betur
fer fyrir mig var það loforð birt á litt
áberandi stað. Þar sem spásagnargáfa
mín er ekki nokkur í samanburði við
„Völvu Vikunnar“ renndi ég að sjálf-
sögðu ekki í grun um að aðgerðir til
bættra lífskjara kynnu að hafa þau
áhrif að loforð mín féllu sem ógild
væru, en sú hefur þó orðið raunin og
er lítt við því að gera annað en að
biðjast forláts og lofa upp á nýtt.
Héraðssambönd
kynnt
í tilefni 70 ára afmælis UMFÍ á
þessu ári mun Skinfaxi kynna merki
Héraðssambanda og Ungmennafélaga
með beina aðild nú og í næstu blöðum.
Þá er þeim eindregnu tilmælum beint
til þeirra sem ekki hafa enn eignast
sitt merki að láta nú til skarar skríða
á afmælisárinu. Sjá bls. 6.
Maður í manns stað
Skrifstofunni hefur bætst nýr
starfskraftur i stað Lilju Steingrims-
dóttur, Anna Kristín Jóhannsdóttir
heitir hún. Anna Kristín stundar nám
við Menntaskólann í Reykjavík, og
munum við þar af leiðandi ekki njóta
starfskrafta hennar nema sumarmán-
uðina fram til 1. sept. Skinfaxi býður
Önnu velkomna til starfa.
Sumarkveðja
Skinfaxi óskar lesendum sínum
gleðilegs sumars, og lætur í von þá
ósk að í kjölfar hagstæðs vetrar fylgi
sólríkt og gott sumar.
4
SKINFAXI