Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 13
10. þing Æskulýðssambands íslands var haldið á Loftleiðahótelinu 30. apríl ’77 A þinginu voru samþykktar veiga- miklar breytingar á lögum sambands- ins í þá átt að í stað utanríkisnefndar og sambandsstjórnar verði aðeins sambandsstjórn. Ástæðan til þessarar breytingar er m.a. sú, að það starf sem fram hefur farið á vegum Æskulýðs- sambandsins hefur að langmestu leyti beinst að erlendum samskiptum þann- ig að sú tvískipting sem verið hafði við stjórnunina var orðin óþörf. Fyrir nokkrum árum stóð allmikill styrr um starfsemi Sambandsins, það þykir því rétt að birta hér kafla úr lögum þess sem kveður á um markmið þess, en þar segir í 2. grein. Markmið Æskulýðssambands ís- lands er: að efla samstarf og kynn- ingu meðal íslenskra æskulýðsfélaga, að koma fram sem fulltrúi þeirra á erlendum vettvangi, að starfa i anda Mannréttindaskrár sameinuðu þjóð- anna og hafa vinsamleg samskipti við æskulýðssamtök hvar sem er í heim- inum, að vinna að alþjóðlegum bar- áttumálum ungs fólks. Æ.S.Í. hefur nú 12 aðildarsambönd innan sinna vébanda sem öll eiga full- trúa í sambandsstjórn. Formaður þess var kjörinn Elías Snæland Jónsson. Gestur Þorsteins- son form. UMSS. (Ljósm. Sig.G) í nógu að snúast hjá UMSS Af nýútkomnu fréttabréfi Ung- mennasambands Skagafjarðar má greinilega ráða að starfsemi þess er öll að færast í aukana. Haldin hafa verið félagsmálanámskeið undirstjórn Guðmundar Gunnarssonar, sem er framkvstj. að hluta hjá sambandinu. Hleypt var af stað spurningakeppni milli sveitarstjórna, hefur sú keppni gengið vel og snurðulaust fyrir sig. Til fjáröflunar settu þeir Héraðs- bingó í gang, skilaði það fyrirtæki hagnaði, þó ekki yrði hann eins mikill eins og vonir stóðu til. í skákinni hefur verið nóg að gera, 2 hraðskákmót hafa verið haldin, svo og sveitakeppni og jólamót. Á fyrra hraðskákmótinu bar Gunnar Skarp- héðinsson sigur úr býtum, en á því síðara varð Eyþór Hauksson hlut- skarpastur með 8 vinninga af 9 mögu- legum. í sveitakeppninni sigraði sveit Varmahlíðar en hún hlaut 15 vinn- inga, í öðru sæti varð sveit Umf. Tindastóls með 13,5 vinninga. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.