Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 12
Að morgni 15. mars var lagt upp í kynningarferð. Fyrst var skoðað slát- urhús í Gol, en þar er möguleiki til að slátra öllum húsdýrum í einum sal — ég efast um að slíkt leifðist á íslandi. Síðan var haldið til Hemsedal og sitt af hverju skoðað þar. Fyrst var haldið til Lykkja sem er í 900 m hæð og kúabú skoðað. Þar er ekki ræktað korn vegna þess hve sumarið er stutt, þar er þó töluverð mjólkurframleiðsla. Þarna voru þátttakendur fræddir um selbúskap og jarðrækt til fjalla. Næsti áfangastaður var mjólkurbúð í Hems- dal. Starfsemin var kynnt og fyrir- tækið sýnt. Þarna er framleitt tölu- vert af osti, t.d. hinn þjóðlegi „geit- ost“. Farið var i heimsókn til bónda nokkurs sem stundar sauðfjárbúskap og leigir út „hytter“ (orlofshús). Hjá bónda þessum sáum við grindur í fjár- húsum af gerð sem við höfum ekki séð fyrr. Voru það jámristar, stofnkostn- aður er mikill við slíkar grindur en þær vöktu þó óskipta athygli. Ein- hvern veginn fengum við líka þá hug- mynd að það væri töluvert arðbært að leigja „hytterne" út. Síðdegis var komið til Vult og Li en þar er unnið úr sauðf járgærum á þjóð- legan hátt. Að þvi er virðist mjög merkilegt fjölskyldufyrirtæki. Verksmiðjan er íbúðarhúsið, en það er mjög fallegt, nokkur hundruð ára gamalt bjálkahús. Um kvöldið heimsóttum við Lilu landbúnaðarskóla í Torpo. Þar var rætt um afleysingar í landbúnaði, skógarbúskap og nytjar óbyggða. Seint um kvöldið var gefinn kostur á því að skoða klak- og fiskeldisstöð sem er nýbyggð. Er hún reist við raf- orkuver í Hovet sem er skammt frá Geilo. Verulega athyglisvert fyrirtæki sem reikna má með að verði arðbært í framtíðinni. Miðvikudagsmorguninn 16. mars ræddi Astrid Johannsud frá frá Sokna um stöðu bóndakonunn- ar í norskum landbúnaði. Athyglis- vert erindi sem á ýmsan hátt gæti höfðað til íslenskra kvenna. Ekki reyndist tími til hópstarfs, töluverðar umræður urðu um erindi þetta. Síðan flutti Arni H. Skeie bóndi í Voss er- indi um breytingar sem orðið hafa í landbúnaði á undanförnum árum, fyrst og fremst félagslegar en einnig þær sem orðið hafa á tæknilega svið- inu. Ráðstefnunni var siðan slitið um hádegi á miðvikudag. Vorum við mjög ánægðir með ráðstefnuna í heild svo og aðbúnað allan, sem var til mestu fyrirmyndar. Jóhann Guðmundsson, Holti Svinadal. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.