Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 7
Amaldur Bjarnason. Allmiklar umræður spunnust um Laugahátíð, sumarhátíð þeirra Þing- eyinga og framtið hennar. Þá kom fram að HSÞ mun á sumri komandi taka á móti 50 manna hópi frá Ung- mennasambandi Hróarskeldu. Á þinginu sæmdi Hafsteinn Þor- valdsson formaður UMFÍ þá Þormóð Jónsson formann Völsungs og Vil- hj álm Pálsson íþróttakennara á Húsa- vík starfsmerki UMFÍ. Tilkynnt var um kjör íþróttamanns ársins, þann titil hlaut Ingvi Þ. Ingva- son glímukappi. Er þetta í annað sinn, sem Ingvi hlýtur þennan titil. Stjórn HSÞ er nú þannig skipuð: Formaður Þormóður Ásvaldsson, ritari Jón Illugason, gjaldkeri Völundur Hermóðsson, varaformaður Baldvin Kr. Baldvinsson, meðstjórnendur Kristleifur Meldal, Jón Fr. Benónýs- son og Arnór Erlingsson. Arnaldur Bjarnason verður fram- kvæmdastjóri sambandsins fram í miðjan júní nk. Keppendur í Íslandsglímunni á Húsavík 31. apríl 1977 ganga fylktu liði úr salnum að Iok- inni keppni. Fremstur fer Guðmundur Freyr Halldórsson og er hann jafnframt fánaberi en Guðmundur er gjarnan í því hlutverki við tækifæri sem þessi, ferst honum það jafnan vel úr hendi. Næstur honum fer Ingvi Þór gyrtur Grettisbeltinu sigurverðlaunum fs- landsglímunnar. Þar næst bróðir hans Pétur Ingvason síðan Ilaukur Pétursson þá þriðji bróðirinn Kristján Ingvason og síðast kemur Guðmundur Ólafsson Ármanni sem því mið- ur sést ekki nema að hálfu á þessari mynd. Bræðurnir þrír eru sem kunnugt er allir úr S-Þingeyjarsýslu. Á þingi HSÞ höfðu menn á orði að vildi einhver krækja í Grettisbeltið yrði sá hinn sami að sækja það norður. (Ljósm. Sig.G) SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.