Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1977, Blaðsíða 3
SKINFAXI Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVIII. árgangur — 2. hefti 1977 Baráttan gegn reykingum Öflug vakning fer nú sem eldur í sinu um byggðir landsins, baráttan gegn reyk- ingum virðist farin að bera árangur. Hinn markvissi áróður í fjölmiðlum á vafalaust stærstan þátt í þeim árangri sem þegar hefur náðst. Er það vel þegar tekst að beina áróðursvopninu inn á þær braut- ir sem varða heill og velferð mannkyns- ins. Augu reykingarmannsins hafa í vaxandi mæli opnast fyrir því að þeir sem ekki reykja eiga einnig sinn rétt. Á fjölmennu þingi sem ég sat fyrir skömmu kom fram tillaga þess efnis, að reykingar væru ekki leyfðar meðan á fundi stæði, var hún sam- þykkt mótatkvæðalaust. Ég er í engum vafa um að þar var hluti af árangri herferðarinnar gegn reykingum að líta dagsins Ijós. Enda þótt slíkur árangur sé í alla staði mjög ánægjulegur er enn ánægjulegra hvernig andstaðan gegn reykingum hefur i vaxandi mæli náð að hljóta stuðning skólaæskunnar. Þar er um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða sem alltaf hljóta að vega þyngst á metunum. Um leið og augu almennings hafa opn- ast fyrir þeirri hættu sem reykingar hafa í för með sér, hefur áhuginn fyrir almenn- ingsíþróttum farið vaxandi er það vel þegar tveir jafn veigamikilir þættir fara saman. En ekki dugir að nema hér staðar, hamra verður járnið meðan það er heitt, og allt bendir til þess að hér verði ekkert lát á a. m. k. fyrst um sinn. Ungmennafélag Islands og iþróttasam- band íslands eru nú í samvinnu við Æsku- lýðsráð ríkisins að láta útbúa veggspjöld sem eiga að vera þáttur íþrótta- og æsku- lýðssamtaka landsins í framlagi þeirra til baráttunnar gegn reykingarbölinu. Það hlýtur því að vera augljós skylda allra þeirra sem að íþrótta- og æskulýðs- málum vinna að leggja hér þarfa hönd á plóginn. G.K. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.