Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1977, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.06.1977, Qupperneq 9
Orðsending til ungmenna- félaga á íslandi Einn merkasti forystumaður ung- mennafélaganna á fyrri hluta þessar- ar aldar var Aðalsteinn Sigmundsson, kennari. Hann var virkur þátttakandi í ungmennafélögunum frá æskuárum sinum, ritstjóri Skinfaxa árin 1930-40 og sambandsstj óri U.M.P.Í. 1930-41. Öll verk sín vann hann af einstakri skyldurækni og fórnfýsi. Störf hans voru svo mikilsmetin að þegar hann fórst af slysförum 16. apríl 1943, var stofnaður sjóður til minningar um hann. Um það allt má lesa í 1. hefti Skinfaxa 1943. Markmið sjóðsins er skv. 3. grein ckipulagsskrárinnar, „að styrkja til náms efnilega en fátæka unglinga, er sýnt hafa þroska og hrifni til félags- legra starfa innan U.M.F.Í." Sjóðurinn efldist nokkuð fyrstu ár- in. En eins og raun hefir á orðið með slíka sjóði hafa tekjur rýrnað með ár- unum. Aðaltekjur sjóðsins eru nú vextirnir. Sjóðurinn er nú rúmar 200 þúsund krónur, en fé hans er að miklu leyti í Söfnunarsjóði íslands. Þegar sjóðurinn hafði vaxið svo að veita mátti styrk úr honum var það auglýst, en engin umsókn barst. Nú hefir sem kunnugt er, gildi pen- inga rýrnað svo mjög, að stjóm sjóðs- ins hefir álitið tilgangslaust að aug- lýsa styrki úr sjóðnum. Upphæð sú, er veita mætti, kæmi styrkþegum að litlum notum eins og nú standa sakir. Þess vegna ákvað stjóm sjóðsins á fundi sínum í vor, að vekja athygli ungmennafélaga og velunnara þeirra á nefndum sjóði í sambandi við 80. ártið Aðalsteins Sigmundssonar, hinn 10. júlí, bæði í Skinfaxa og öðrum blöðum. Undirrituð stjóm minningar- sjóðsins væntir þess að framangreind atriði verði til þess að efla sjóð þenn- an svo að hann verði sem allra fyrst fær um að gegna því hlutverki, sem honum er ætlað. Það er álit sjóðsstjórnarinnar, að upphafleg hugsjón ungmennafélag- anna um ræktun lýðs og lands sé enn í fullu gildi þrátt fyrir breytta þjóð- félagshætti á landi voru. Einnig er það sígild nauðsyn hvers félagsskapar að hafa jafnan á að skipa góðum og áhugasömum leiðbeinendum, sem ferðast meðal félaganna til þess að kenna, styrkja og hvetja til dáða. Það er tilgangur sjóðsins að styrkja menn til þeirra starfa. Við treystum því að þið, góðir ung- mennafélagar, lítið þetta mál sömu augum og minnist vina ykkar með því að styrkja nefndan sjóð svo ríflega að hann megi sem fyrst verða félögunum að gagni. Væri það og verðug gjöf nú á 70 ára afmæli ungmennafélaganna. Við væntum þess einnig, að stjórn viðkomandi ungmennafélags hvetji félaga sína til þess að efla minningar- sjóð Aðalsteins Sigmundssonar, veiti slíku fé viðtöku gegn kvittun (minn- ingarspjöldum) og komi því svo til skrifstofu U.M.F.Í. í Reykjavík. Með kærri kveðju Reykjavík, 16 júní 1977. Ingimar H. Jóhannesson Daníel Ágústinusson Helgi Elíasson. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.