Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 11

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 11
lagar, bæði í dreifbýli sem og í þétt- býli, ættu að vera vel á verði gagnvart níðskrifum þeim, sem í slíkum snepl- um sjást um landbúnað hér á landi. Um það hvort ástæða sé til þess að UMFÍ sendi fulltrúa á slíkar ráðstefn- ur er því til að svara að þetta er fyrst og fremst spurning um hvort við eig- um að halda uppi samskiptum og sam- vinnu við frændur okkar á Norður- löndunum. Meðan það er stefna okkar þjóðar að halda uppi slikri samvinnu og sam- skiptum er eðlilegt að UMFÍ taki þátt í henni. Um gildi samskiptanna má eflaust deila, en benda má á að aukin kynni þjóða á milli er ávallt til góðs. 12/6 1977 Guðbjartur Gunnarsson. «» Heimsókn frá Árhúsum Dagana 10.—20. júlí sl. dvaldist hér á landi í boði Ungmennafélags ís- lands 45 manna hópar frjálsíþrótta- fóiks, fararstjóra og þjálfara frá danska héraðssambandinu Árhus Amts Gymnastiksforening (AAG). Þeir Sigurður Geirdal og Hafsteinn Þorvaldsson tóku á móti hópnum og voru leiðsögumenn hans á meðan á dvölinni stóð. Dvöl hópsins skiptist á milli Suður- og Norðurlands og hafði hópurinn samastað á Selfossi þann tíma sem hann dvaldi hér sunnanlands. Þaðan var farið með hópinn í skoðunarferðir um nágrenni Selfoss, á Þingvöll, Laug- arvatn, Geysi og Gullfoss og fleiri vin- sæla ferðamannastaði í nágrenninu. Á miðvikudag 13 júli, síðdegis, fór svo UMFÍ-AAG Bikarkeppnin fram í Kópavogi, lyktaði henni með sigri UMFÍ. Hópurinn kom í stutta heimsókn á skrifstofu UMFÍ og þáði veitingar, var þá þröng á þingi í höfuðstöðvunum. Föstudaginn 15. júlí var síðan hald- ið af stað til Norðurlands yfir óbyggðir landsins um Kjöl. Þar nyrðra voru náttúrufurðu- verk skoðuð s.s. umhverfi Mývatns, Dimmuborgir o.fl. Þá var farið i skoð- unarferð um Eyjafjörð en á sunnu- dagskvöld fór fram íþróttakeppni á Árskógsvelli. Var það vinum okkar Dönum mikið ánægjuefni að fá tæki- færi til að láta mynda sig á íþrótta- móti með snæviþakin fjöll í baksýn. Móttökur norðanlands önnuðust HSÞ og UMSE. Til baka var síðan haldið þriðju- daginn 19. júlí og nú hina leiðina þ.e. vestur um með nokkrum útidúrum, var m.a. ekið fyrir Ólafsfjarðarmúlann. í Skagafirði tók UMSS á móti hópnum og bauð til veitinga á Sauðárkróki. Ferðin og dvölin yfirleitt tókst í alla staði mjög vel. Veðrið var óvenju hagstætt svo náttúra íslands skartaði sínu fegursta þann tíma sem á þurfti að halda. Það var því ánægður en að visu nokkuð þreyttur hópur sem kvaddi ís- land og UMFÍ miðvikudaginn 20. júlí. UMFÍ biður Skinfaxa fyrir kveðju til allra þeirra sem tóku á móti hópn- um á hverjum stað og hjálpuðu til að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta. Hér á eftir fara svo úrslit Bikar- keppninnar: SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.