Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 23

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 23
Vinabæjarmót í Svíþjóð Hafsteinn Jóhannesson. Mót þessi hafa verið haldin árlega frá 1966 og á þeim tíma tvívegis í Kópavogi 1970 og 1975. Keppnin sjálf stendur í einn dag en keppendur fá svo þrjá daga til að skoða sig um á staðnum. Nú síðustu árin hafa stig verið reiknuð fyrir afrek hvers og eins eftir stigatöflu og stig liðanna lögð saman, en frá upphafi hefur sá sem besta afrekið vinnur samkv. stigatöflu í sínu liði hlotið verðlaun. Þeir, sem valdir hafa verið til farar- innar að þessu sinni, eru þau Björg Eysteinsdóttir, Hjördís Magnúsdóttir, Ágúst Gunnarsson, Jón Þ. Sverrisson, Óli Daníelsson og Guðjón Sigurðsson, en fararstjóri verður Hafsteinn Jó- hannesson form. frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. 20.—23. ágúst fer fram í Nordköping í Svíþjóð vinabæjamót í frjálsum íþróttum 20 ára og yngri. Sex manna hópur frjálsíþróttafólks úr Kópavogi, 4 karlar og 2 stúlkur, taka þátt i móti þessu, sem orðinn er árlegur viðburð- ur. Að mótinu standa vinabæirnir Þrándheimur Noregi, Nordköping Svíþjóð, Tammerfoss Finnlandi, Óð- insvé Danmörku og Kópavogur. Við val liðanna er gjarnan miðað við það að þeim sem staðið hafa sig það vel að vera við það að komast í landsliðið, er gefinn kostur á að fara á þessi vinabæjarmót og fá þannig nokkra umbun fyrir það erfiði sem þeir hafa lagt á sig við þjálfun sína. Jafnframt er tekið mið af því hversu virkir þeir hafa verið við störf í félagi sínu. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar stærðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig stytíur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitiö upplýsinga. Magniís E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavík - Sími 22804 SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.