Skinfaxi - 01.06.1978, Blaðsíða 16
Hópur skólafólks fær
scr hrcssinpu í Þrastalundi.
atriði að efla slíkan rekstur í Þrastaskógi
vegna þess gildis sem hann hefur.
Unglingarnir fá þarna tækifæri til að vinna
starf sem metið væri að verðleikum en
skógurinn fengi á svig svip umhirðu og
ræktunar. Til þess að koma slíkum rekstri á
fót þarf að koma upp nauðsynlegri aðstöðu
til vistunar og mötuneytis mætti hugsa sér
að smáhýsi og sameiginlegt mötuneyti
kæmi til greina við lausn á því máli.
Endurbæta þarf íþróttaaðstöðuna, sem
fyrir er og koma upp fleiri möguleikum til
íþróttaiðkana, t.d. skokkbrautum og smá-
völlum. Þá þyrfti að koma fyrir
göngustígum um skóginn því víða leynast
fallegir og skjólsælir staðir í skóginum.
Vatnið með sínum víkum og vogum svo
ekki sé minnst á veiðivonina, býður upp á
möguleika til smábátahalds og siglinga sé
viðeigandi varúðarráðstöfunum fullnægt..
Ekki er hér um neina tæmandi upptalningu
á þeim möguleikum, sem til staðar eru í
Þrastarskógi og flest þeirra atriða sem hér
hafa verið nefnd hafa áður litið dagsins ljós
en það er hins vegar ljóst að til þess að hug-
myndir sem þessar nái að komast í fram-
kvæmd þarf samstöðu þeirra sem hlut eiga
að máli.
■H
Sutnarhús
héraðssambanda
í Þrastaskógi
,:a ■
;
• : $
Fyrir nokkru heimilaði framkvæmda-
stjórn UMFÍ, Ungmennasambandi Kjalar-
nesþings að flytja sumarhús sitt í Þrasta-
skóg. Sumarhús þetta fékk UMSK að gjöf
fyrir 2 árum en hafði verið á hrakhólum
með endanlega staðsetningu þess. Húsið
Sumarhúsinu lyft á bilinn i Musfdlssvcit.
16
SKINFAXI