Skinfaxi - 01.06.1978, Blaðsíða 9
Skreyttur
hér voru
brúarsporður Ölfusárbrúr,
að verki ungmenni á Selfossi.
Hver verður
sigurvegarinn?
Að lokum báðum við Guðmund að spá
fyrir um úrslit í heildarstigakeppni mótsins.
Guðmundur kvaðst búast við harðri
keppni um fyrsta sætið milli UMSK og
HSK en sagðist þó vera viss um að HSK
hefði betur í þetta sinn. En UMSK sigraði í
heildarstigakeppninni á landsmótinu á
Akranesi. Hann taldi nokkuð öruggt að
HSÞ yrði í þriðja sæti þótt búast mætti við
því að UMSB veitti þeim nokkra keppni.
g.k.
Illllllllllllllllllllllll
Sendið
blaðinu efni
Skinfaxi vill hvetja lesendur sína til að
senda sér efni. Það sem til greina kemur eru
fréttir úr starfi ungmennafélaga, frásögur,
ferðasögur, smásögur, sem og vísur og
kvæði. Þá væri ekki úr vegi að lesendur
sendu Skinfaxa sérstæðar mannlýsingar o.
fl. í þeim dúr. Hugleiðingar hvers konar um
menn og málefni væru einnig vel þegnar.
En umfram allt lúrið ekki á neinu því sem
þið teljið eiga erindi í málgagn samtakanna.
SKINFAXI
Tókið þið
eftir því?
Að síðasta tbl. Skinfaxa væri á einhvern
hátt frábrugðið þvi fyrra? Hafið þið ekki
gert það er rétt að upplýsa að Skinfaxi var
þá offsetprentaður í fyrsta sinn. Ætla má
að hann verði prentaður þannig í fram-
tíðinni. Það er Prentval Súðavogi 7, sem
sér um prentunina. Hér er um nokkur tíma-
mót að ræða því lengi hefur verið hamrað á
því að slík breyting á prentunarmáta færi
fram. Fullvíst má telja að offset-prentunin
bjóði upp á aukna möguleika og að myndir
verði að miklum mun skýrari, en það hefur
löngum verið veikari hlið Skinfaxa að fá
nógu gott myndefni.
Það er því full ástæða til þess að fagna
þessum tímamótum og láta í ljósi þá von að
þau verði blaðinu til framdráttar.
9