Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 6

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 6
Á þessu plani við barnaskólann verður háð keppni i handbolta kvenna. Álman til hægri er gamla íþrótta- húsið á Selfossi. Horft frá iþróttavellinum til gagnfræðaskólans og hins nýja iþróttahúss. Kálfarnir við barnaskólann verða notaðir undir þjónustumiðstöð. staðnum vikjum við að matnum en það mun vera algengast hjá stærstu sam- böndunum að hafa með sér mötuneyti, en fyrir þá sem ekki búa við slíkan lúxus og hafa ekki haft með sér nóg nesti verður starfrækt mötuneyti í Gagnfræðaskólan- um. Landbúnadarsýningin leggur til aðstöðu Allmiklar framkvæmdir verða vegna landbúnaðarsýningar sem verður á Selfossi 3 vikum eftir landsmót. Við inngang íþróttavallarins var verið að reisa hesthús og fjárhús sem landsmótanefnd kemur til að nýta sem áhalda og geymsluhúsnæði. Hvað verður auk íþrótta á landsmótinu? Áður hefur verið minnst á dansleiki, kvöldvökur og fjölskylduskemmtun en auk þess verða ýmsar sýningar um miðjan 6 daginn svo sem íþróttafrímerkjasýning í Safnahúsinu, Flugklúbbur Selfoss verður með flugsýningu og fallhlífastökk, hesta- menn á Selfossi munu einnig verða með prógramm á sínu svæði við Austurveg. Aðrar sýningar sem tengdar eru beint við landsmótadagskrána eru t.d. íþróttasýning 200 ungmenna af sambandssvæði HSK, Þjóðdansaflokkur einnig skipaður félögum HSK mun sýna þjóðdansa. Þá mun danskur 45 nianna hópur, fimleika og þjóðdansara, sýna listir sínar. Boltaunnendur munu hafa í nógu að snúast. Þar sem undankeppni í knattspyrnu og körfubolta lauk ekki á tilsettum tíma verður öllum þeim liðum stefnt á lands- mótið en það eru 6 knattspyrnulið frá jafn- mörgum aðildarsamböndum eða frá HSH, UMSK, HSK, HSÞ, UMFK og UÍA. í körfuknattleik keppa lið frá UÍA, HSK, UMSB, UMSS, HSH, UMFN, UMSK og SKINFAXI UMFG. I blaki lið frá HSÞ, UÍA, UMSE, HSK, og UMSK Þá munu fjögur lið keppa til úrslita í handknattleik kvenna en það eru lið frá HSÞ, UMFN, UMSK og UMFG. Undankeppni í handknattleik kvenna lauk á sl. hausti og urðu endalokin þau að UÍA hafnaði í fimmta sæti en UMFK í sjötta, keppnin um fjögur fyrstu sætin fer síðan fram á landsmótinu. Um þátttöku í borðtennis, sem nú er í fyrsta sinn keppnisíþrótt á landsmóti þannig að til stiga komi, er ekki vitað þegar þetta er skrifað en líkur eru á að 4—5 sambönd verði nieð lið í þeirri keppni. Nýjar greinar frjálsra íþrótta Enn bætast við nokkrar greinar frjálsra íþrótta sem ekki hefur áður verið keppt í á landsmótum en það eru 800 m hlaup hjá körlum og 1500 ni hjá konum. SKINFAXI Starfsíþróttir færri en síöast Rík tilhneiging hefur verið til þess að fækka þeim greinum starfsíþrótta sem keppt er í á landsmótuni og ástæðan vafa- laust sú að þær eru ekki iðkaðar almennt rneðal ungmennafélaga. Frá síðasta lands- móti hafa verið felldar niður greinar, eins og vélsaumur, pönnukökubakstur, gróður- setning og nautgripadómar. Að þessu sinni verður keppt í 6 greinum starfsíþrótta og ein þeirra — STARFS- HLAUP — ný grein á landsmóti. Þessar greinar eru auk þess hestadómar, dráttar- vélaakstur, jurtagreining, lagt á borð og línubeiting. Starfsíþróttir hafa jafnan verið vinsælar meðal áhorfenda og búast má við að hin nýja grein veki forvitni. Um hana er það eitt vitað að hún fer fram á íþrótta- vellinum og hlaupið sjálft verður einn hringur eða 400 m. En eitthvað verða þeir sem hlaupa að hafa fyrir stafni svo að greinin beri nafn með rentu. Það sem til

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.