Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 17

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 17
var síðan flutt með viðeigandi tilfæringum í lok apríl og sett niður skammt fyrir innan hliðið í Þrastarskógi þar sem það fer vel við umhverfi sitt. Sumarhús UMSK komið í Þrastaskúg. Ef til vill verður þessi flutningur fyrsta skrefið í þá átt að öll aðildarsamb. og félög innan UMFI eignist sitt sumarhús í Þrastaskógi, hvort sem þau flytja þau tilbúin eða smíða á staðnum. Vel mætti hugsa sér að hægt væri að komast að hag- stæðum samningum við húsasmiðjur i þessu sambandi. Eitt er þó áríðandi áður en lengra er haldið, en það er að svæðið verði skipulagt með tilliti til frekari uppbyggingar og aukinnarstarfsemi. Norræna ungmennavikan 1978 Að þessu sinni verður Norræna ung- mennavikan haldin i Svíþjóð, nánar tiltekið í Osby á norður Skáni. Skán (Skane) er syðsta héraðið í Svíþjóð er var fyrr á öldum undir yfirráðum Danakonungs, en losnaði undan þeim yfirráðum 1658. Ungmennavikan verður haldin dagana 23.-29. júlí. Eins og á fyrri ungmenna- vikum verður dagskrán fjölbreytt og miðuð við það að ungmennin hafi gagn sem gaman af dvöl sinni. Á síðasta ári var ung- mennavikan haldin í Danmörku og fór þá 19 manna hópur frá íslandi til dvalar á henni. Hvert Norðurlandanna hefur rétt á því að senda 20 ungmenni á ungmenna- vikuna hverju sinni. Æskilegur aldur þátt- takenda er 17—30 ár. Þeim ungmennum sem hug hefðu á að sækja Norrænu ungmennavikuna er bent á að hafa samband við skrifstofu UMFÍ eða formenn héraðssambanda og aðildarfélaga, sem veita nánari upplýsingar. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.