Skinfaxi - 01.06.1978, Blaðsíða 14
Þrastalundur, veitingaskáli U M FÍ, i baksýn er
Ingólfsfjall.
til veitingahalds yfir sumarmánuðina.
Skálinn er orðinn vinsæll áningarstaður er
veitir prýðisgóða þjónustu þótt smæð hans
sé farin að há honum nokkuð. Útiveitinga-
pallur sem byggður var framan við skálann
fyrir nokkrum árum gefur skálanum
skemmtilegan svip og aukna möguleika,
ekki síst þar sem veðursæld er viðbrugðið á
þessum stað. Og menningin lætur sig ekki
vanta þarna austur við Sog frekar en
annars staðar. Málverkasýningar eru alltaf
öðru hvoru í veitingaskálanum.
Skógurinn sjálfur.
Þegar komið er inn fyrir hliðið að baki
skálans tekur skógurinn við. Sambland af
upprunalegu kjarri og gróðursettum trjá-
við, en eitt helsta baráttumálið fyrstu ára-
tugin var gróðursetning og verulegt starf
unnið á því sviði. Var það m.a. hugmyndin
um tíma að héraðssamböndin ættu hvert
sinn gróðurreit i Þrastarskógi og urðu
nokkur sambönd til þess að fara í gróður-
setningarferðir í skóginn á þessum tíma.
Um miðbik skógarins, sem er allur á
lengdina, er grasvöllur 60 x 110 m. Endan-
legar var gerð þessa vallar lokið 1970 er
þökur voru settar á hann. Hafði hann þá
verið alllengi í byggingu við erfið skilyrði
og tækjaskort. Völlurinn er upplagður
æfingavöllur en þarfnast þó meiri umhirðu
til þess að vel megi vera. Ofan við völlinn
eru grasbekkir fyrir áhorfendur en upp af
þeim er minnisvarði um Aðalstein Sig-
mundsson fyrrum ritstjóra Skinfaxa. En
hann var einn þeirra manna sem látið hefur
sig varða málefni Þrastaskógar.
Niður með skóginum rennur Sogið undir
háu Ingólfsfjalli en Ingólfsfjallið á sinn þátt
í því hve skjólsælt er I skóginum. Innan við
skóginn er síðan Álftavatn sem innri mörk
eignarinnar. í skóginum skammt frá vellin-
Tekið til hendinni á grasvellinum. Upp i brekkunni
eru áhnrfcndapallarnir og fyrir ofan þá minnisvarðinn
um Aðalstein Sigmundsson.
14
SKINFAXI