Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1979, Page 3

Skinfaxi - 01.02.1979, Page 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags fslands — LXX árgangur — 1. hefti 1979 Ritstjóri og ábyrgóarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Við áramót Eitt viðburðaríkt ár er liðið i aldanna skaut. Ár mikilla sviptinga á vettvangi þjóðmál- anna, þar sem valdahlutföll stjórnmálaflokkanna röskuðust verulega í tvennum kosning- um. Glíman við hinn margumrædda verðbólgudraug stendur stöðugt, og virðist nú komin á það stig, að landsmenn almennt gera sér grein fyrir því að hér er um að ræða ófreskju sem stefnir þjóðarheill í voða. Árið 1978 mun verða talið aflaár til lands og sjávar, og at- vinna vart næg fyrir alla landsmenn. Nýliðið ár hefur einnig reynst ýmsum ár erfiðleika og brostinna vona, einkum þeim sem séð hafa á bak ástvinum sínum í óvæntum slysum og á annan hátt. Fyrir UMFÍ verður nýliðið ár að teljast happaár og ár mikilla og merkra atburða í sögu samtakanna. 16. Landsmót UMFÍ fór fram á Selfossi dagana 21.—23. júlí, glæsilegt mót sem vitnaði um iþrótta- og félagslegann styrk hreyfingarinnar. 4. nóv. var félagsheimili UMFÍ að Mjölnisholti 14 í Reykjavík til formlegra nota tekið. En sama dag var 21. Sambandsráðs- fundur UMFÍ haldinn í Kópavogi, þar sem meðal annars var gerð grein fyrir glæsilegum árangri húskaupanefndar. Þar sem fagnað var endurskipulagðri útgáfu Skinfaxa, og lögð drög að stórefldri starfsemi Félagsmálaskóla UMFÍ. Þá hefur það nú gerst í fyrsta skipti i sögu UMFÍ að ríkisvaldið hefur séð ástæðu til þess að styðja samtökin fjárhagslega um þá upphæð sem farið var fram á. Þennan árangur ber vissulega mörgum að þakka bæði fram- kvæmda- og stuðningsaðilum, en fyrst og fremst tel ég, að okkur beri að taka hann sem hvatningu og viðurkenningu á því að enn sem fyrr sé ungmennafélagshreyfingunni ætlað mikið hlutverk i uppeldis-, félags- og menningarmálum þjóðarinnar. Ár barnsins 1979 er gengið i garð! Fyrir því heiti ég á okkur öll að vinna vel, en sem fyrr er það grunnurinn og von ís- lensku þjóðarinnar, að takast megi að rækta einstaklinginn til góðra og nytsamra verka í Þjóðfélaginu undir kjörorði ungmennafélaganna. íslandi allt. Hafsteinn Þorvaldsson. SKIIMFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.