Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 5
Sigurjón Bjarnason framkvæmdastjóri UÍA. skóginum, a.m.k. yfir sumarið, og skal hann hafa eftirlit, eða stjórna allri starf- semi sem fram fer í skóginum. 2. Rétta stefnu tel ég þá, að hvetja einstök héraðssambönd til að koma sér upp húsi í skóginum, þar sem fólk af viðkomandi sambandssvæði gæti dvalið yfir sumar- ið. 3. Fyrir þetta fólk verður að skipuleggja einhverja starfsemi, og stöðug kynning verður að vera i gangi um eðli og tilgang ungmennahreyfingarinnar. 4. Gróðursetning og önnur fegrun og við- hald svæðisins er það verkefni sem öllu þessu fólki ætti að vera ljúft að starfa að. Ætti því að leggja megináherslu á skipulagningu slíks starfs, svo og íþrótta- og kvöldvökuhalds. 5. Umgengisreglur í aldingarði sem þessum mættu vera nokkuð strangar og ræki- lega kynntar fyrir gestum, þannig að enginn verðir fyrir óþarfa átroðningi af öðrum, og að gróðurríkið spillist ekki. 6. í skóginum þarf að stórbæta sameigin- lega aðstöðu; koma upp búningsklefum og böðum við íþróttavöll, já og lagfæra völlinn. Þá þarf nauðsynlega að merkja göngustíga og takmarka umferð utan þeirra o.fl. o.fl. Ef þessar hugmyndir gætu orðið að veru- leika, væri skógurinn gróðurreitur íslenskr- ar æsku í tvennum skilningi. Hver og einn sem kæmi til með að dvelja í skóginum gæti sett sér það takmark að skilja við hann fegurri og betri en áður. Auk þess gæti sérhver sótt þangað ánægjulegar og þroskandi samverustundir með fólki víðs vegar af landinu. Og öll getum við verið sammála um að góður ung- mennafélagi er hollur og skemmtilegur fé- lagi, og honum er gott að kynnast í skjóli hreyfingarinnar. íslandi allt. Ungmennafélagar - samdnumtí Ryðjum reyknum burt ur samto Látið aðra virða rétt reyklausra. skinfaxi skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.