Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 8
Guömundur Guðmundsson skólastjóri félagsmálaskóla UMFl afhendir Guöriði Helgadóttur þátttökuskírteini. Sitjandi f.v. eru Sigurjón Stefánsson, Ólafur Jónsson og Stefán Hafsteinsson. Félagsmálafrœðsla USAH Félagsmálaskóli Ungmennafélags Islands og Samvinnuskólinn á Bifröst gengust nýlega fyrir félagsmálafræðslu í Austur- Húnavatnssýslu. Félagsmálanámskeið þessi voru á vegum Ungmennasambands Austur-Húnvetninga og Kaupfélags Hún- vetninga. Kennt var á Blönduósi og í Húnaveri. Við kennsluna var notað námsefni, sem Æskulýðsráð ríkisins gaf út og efni frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst. Sammála voru þátttakendur um það við lok námskeiðsins að mikið gagn væri að slíkri félagsmála- fræðslu og lögðu áherslu á að fá tækifæri til framhaldsnáms síðar i vetur. Á námskeiðinu var leiðbeint með fund- arstjórn og fundarreglur og kennd voru undirstöðuatriði í ræðumennsku. Einnig var mikil áhersla lögð á hópvinnubrögð auk þess, sem farið var yfir flesta aðra þætti félagsstarfs. Þá var nemendum kynnt undirstöðuatriði í samvinnufræðum. Félagsmálanámskeiðunum lauk með sameiginlegum fundi á Blönduósi. Þar voru nemendum afhent skirteini, sem viður- kenning fyrir þátttöku í námskeiðinu. Þetta er í þriðja sinn, sem Ungmenna- samband Austur-Húnvetninga og Kaup- félag Húnvetninga hafa samvinnu um að koma á félagsmálanámskeiðum í héraðinu. Leiðbeinandi á námskeiðunum var Guð- mundur Guðmundsson félagsmálafulltrúi hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, en á Blönduósi var Sæþór Fannberg honum til aðstoðar. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.