Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 13
Þráinn Hafsteinsson: Litið yfir afrekaskrána 1978 KARLAR Spretthlaupin: Árangurinn í spretthlaupunum er mun betri en 1977. Angantýr bætir sig lítið sem ekkert enda alger- lega æfingalaus og því miður virðist lítil breyting ætla að verða þar á. Jakob bætti sig verulega frá árinu áður og er vonandi að áframhald verði á framförum hans. Aðalsteinn hefur aldrei verið betri en í sumar í hlaupunum og ætti að tryggja sér landsliðssæti í 400 m ef hann snýr sér að æfingum af krafti. Pétur er í örri framför, en þarf mjög líklega að laga hlaupastíl- inn og ná meiri mýkt til að um verulegar framfarir verði að ræða. Jón Þ. Sverrisson getur náð mun betri árangri en hann náði í sumar. En til þess þarf hann að Hver verða afrek þeirra á næsta sumri? Jón Diðriksson UMSB sýna meiri hörku og einbeitingu í keppni til að nýta þann kraft og snerpu sem hann hefur. Millivegalengdahlaup: Jón Diðriksson hafði algera yfirburði í 800 og 1500 m enda æft í samræmi við það. Ágúst Þorsteinsson var í sérflokki í 3000—5000 og 10.000 m. Hann sýndi þó ekki það sem í honum bjó í sumar. Enginn vafi er á því að Ágúst bætir sig verulega á næsta sumri. Stefán Hallgrímsson stóð vel fyrir sínu í 800 m, en hefði getað gert mun betur. Björn Skúlason UlA kom langmest á óvart á hlaupabrautinni í sumar. Gott keppnisskap, harka og seigla leiddu hann til ágætis afreka. Ungir hlauparar komu fram á sjónarsviðið svo sem Jóhann Sveinsson, Björn Skúlason Stefán Friðleifsson Hólmfríður Erlingsdóttir. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.