Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Síða 20

Skinfaxi - 01.02.1979, Síða 20
Vikan var haldin á skógræktarskóla í Osby, „Osby skogskole”. Þennan skóla ættu margir íslendingar að kannast við þar sem þeir hafa verið þar við nám. Var vel hægt að sjá merki þess. Dagskráin var í stórum dráttum á þá leið, að hópurinn skipti sér niður í starfs- hópa eftir áhugamálum og vann síðan að ákveðnum verkefnum. Verkefnin að þessu sinni voru sögur, þjóðdans, alls kyns fönd- urvinna að sænskum sið og svo hópur er hét „Nytjar og not skóga”, sem var vinsæll meðal íslendinga. Þar var farið í skógar- ferðir, menn kynntust skógrækt og skógar- höggi. Nú ekki voru menn alltaf í þessum starfs- hópum, farið var í skoðunarferðir um ná- grennið og sögufrægir staðir skoðaðir frá því að Danir ríktu á Skáni. Farið var í sund, leiki svo og verslunarferðir. Á kvöldin voru haldnar kvöldvökur, þar sem ýmislegt var á boðstólum, starfshóp- arnir komu hver með sinn dagskrárþátt, kynning á ungmennasamböndum allra landa svo og sögur og dans. Þetta er í stórum dráttum skipulagning vikunnar, en oft var fundið upp á ýmsu utan dagskrár mönnum til skemmtunar, en of langt mál yrði að fara að fjalla um það hér. Eftir 6 daga dvöl rann upp kveðju- stundin, sem er endapunkturinn á Norrænni ungmennaviku, en langt því frá að vera endirinn á þeirri vináttu er orðið hefur til meðal þátttakenda. Á heimleiðinni var komið við í Kaupmannahöfn og dvalið þar í 2 daga, gerðu menn sér þar ýmislegt til skemmtunar. Ekki er hægt að segja skilið við þetta efni án þess að vekja athygli á þvi að næsta ung- mennavika verður haldin í Finnlandi ^ sumri komanda. Vil ég því benda ung- mennafélögum að vera vel vakandi er til- kynning þess efnis birtist í Skinfaxa með vorinu. í von um að sem flestir taki þátt í þessum Norræna ungmennastarfi og viðhaldi því. S-Slésvískar ungmeyjar. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.