Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1979, Page 23

Skinfaxi - 01.02.1979, Page 23
A Idarháttur os eðli rnáfo Það eru alla jafnan ekki ófá skiptin sem ungmennafélagshreyfinguna í landinu ber á góma, hvort sem er í ræðu eða riti, en slíkt þarf ekki að telja til undrunar þar sem um svo fjölmenn og söguleg samtök er að ræða. Það sem títt einkennir málflutning þann sem hafður er í frammi um ungmennafé- lagshreyfinguna er gegndarlaus lofgjörð um þátt baráttuglaðra ungmenna í þjóð- frelsisbaráttu sem leiddi af sér stórvirki á sviði menningar og landsmála yfirleitt. Þeir sem í þessum anda rita eða tala sakna flestir þessa þáttar i starfi ungmennafélaga í dag og gráta þá andleysu sem nú ríkir í þessum hinum sömu herbúðum, og hrópa bæði hátt og í hljóði. — Það er af sem áður var. Þeir hinir sömu virðast ekki hafa náð sam- bandi við tíðarandann og þær ólíku að- stæður sem ungmennafélagar búa við í dag. Hér er all ólíku saman að jafna, háþróuðu iðnaðarsamfélagi okkar tíma og einföldu bændassamfélagi fyrri hluta þessarar aldar, þar sem fábreytni og hversdagsleiki gleypti hugmyndafræði ungmennafélagsskapar hráa og varð gott af svo sem dæmin sanna. í dag stendur ungmennafélagshreyfingin í stríði við stórbreyttar aðstæður. Félög og félagasamtök spretta upp og bera ótal nöfn sem of langt yrði upp að telja. Flest þeirra togast á um sömu mennina einfaldlega þá sem gefa vilja sig til forystu, sem verða sí- fellt færri og færri, vegna þess að þá fá þeir ekki frið fyrir hinum félögunum. Sumir leiðast út í þá fásinnu að dreifa kröftum og tíma um of, þeir safna titlum, kannski í því skyni að þeirra veðri vel minnst á hinstu stundu, aðrir láta hreinlega undan þrýstingi og gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru að leiðast út i en þeim er vorkunn, allt þeirra starf verður hálfkák, ekkert verk vinnst til fullnustu. Við þessar aðstæður býr ungmennafélagshreyfingin í dag og þá hefur ekki verið tekinn í myndina þáttur Mammons hins mikla — enginn getur lengur gert neitt án þess að fyrir komi greiðsla — peningar — peningar — peningar — og hvers vegna skyldi það ekki vera þannig, hverjir geta nú skorast undan að dansa í kringum Gullkálfinn. G.K. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.