Skinfaxi - 01.02.1979, Page 26
Eins og mönnum er kunnugt var lyft-
ingamaðurinn Skúli Óskarsson UÍA
kjörinn „íþróttamaður ársins 1978”.
Skúli hefur jafnan verið tryggur félagi
sínu, Leikni á Fáskrúðsfirði, og heima-
sambandi sínu UÍA og alltaf keppt undir
nafni þess.
Af þessu tilefni ákvað stjórn UMFÍ
að heiðra Skúla sérstaklega enda er
hann fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir
undir nafni ungmennafélaganna sem
þennan heiður hlýtur.
Mánudaginn 22. janúar var Skúla
boðið í Mjölnisholt 14 en þar voru fyrir
framkvæmdastjórn UMFÍ og Dóra
Gunnarsdóttir varaformaður UÍ A.
Formaður UMFÍ Hafsteinn Þor-
valdsson afhenti Skúla vináttufána
UMFÍ á stöng sem á var letrað: „Skúli
Óskarsson UIA íþróttamaður ársins
1978”. Hafsteinn þakkaði Skúla tryggð
hans við átthagana og hreyfinguna og
kvað hann góða fyrirmynd íþróttafólks
einkum hvað keppnisgleði og hressileg-
heit á leikvelli snerti, enda hefði fram-
ganga hans jafnt í keppni sem utan unn-
ið honum almennar vinsældir.
Skúli þakkaði fyrir sig hress að vanda
og virtist viðstöddum ekki eitt eða neitt
benda til þess að hann mundi nokkuð
slaka á á næstunni.
Ungmennafélagar samfagna Skúla og
honum fylgja bestu óskir okkar allra um
velgengni í framtiðinni bæði innan vallar
og utan.
S.G.
26
SKINFAXI