Skinfaxi - 01.08.1979, Síða 3
SKINFAXI
Tímarit Ungmennafélags tslands — LXX árgangur — 4. hefti 1979.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári.
31. þing UMFI
31. þing Ungmennafélags Islands verður haldið að Stórutjarnaskóla í Suður-
Þingeyjarsýslu helgina 1.—2. september.
Helstu mál þingsins
Hafsteinn Þorvaldsson sem verið hefurformaður UMFÍ síðustu tíu árin hefur
nú ákveðið að segja af sér formennsku. Þingstörf munu áreiðanlega bera þess
merki að hann lcetur af embætti og nýr maður tekur við formannssætinu.
Þá mun 17. Landsmótið örugglega verða stórt mál á þinginu, því næsta þing
UMFl verður ekki haldið fyrr en eftir 17. Landsmótið sem fram á að fara á
Akureyri 1981. Samþykkt reglugerðarfyrir mótið og annað sem þarf að ákveða í
sambandi við mótshaldið verður sjálfsagt nokkuð fyrirferðarmikið mál.
Þrastaskógur og nýting hans íframtíðinni, er mál sem áreiðanlega ber á góma.
Ekki síst vegna mikils áhuga íþróttafólks og almennings í sumarfyrir aðstöðunni
I skóginum og þeim möguleikum sem hann býður upp á.
Félagsmálaskólinn er alltaf I brennidepli og einmitt nú þegar mótuð hefur
verið ný stefna I málum skólans.
Skinfaxi, erlend samskipti, íþróttamál, bindindismál, aðild UMFÍ að hinum
ýmsu stofnunum ogfyrirtækjum, eru allt mál sem rædd verða aftur ogfram. En
sem sagt, margt verður rætt, yfirvegað og samþykkt 1. og 2. september á 31.
þingi UMEl að Stórutjarnaskóla í Suðurþingeyjarsýslu.
SKINFAXI
3