Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 4
Höjum við gengið iil góðs? Þaö fer ekki hjá þvi þegar ég læt af formennsku hjá UMFI, eftir 10 ára starf og 14 ár í stjórn, að mér verði hugsað til baka og ég reyni með sjálfum mér og nánustu samstarfsmönnum að meta stöðuna. Þegar ég tala um nánustu samstarfsmenn eru það meðstjórnarmenn mínir og starfslið UMFl svo og forustumenn héraðssambandanna sem ég hef reynt að hafa sem mest og best samstarf við á þessum tíma. Einn er þó sá sem öllum fremur hefur átt hér hlut að máli og meiru ráðið um giftudrjúgan framgang okkar mála á þessu 10 ára timabili, en það er hinn dugmikli framkvæmdastjóri samtakanna, Sigurður Geirdal. Ég veit ekki hvort það er mjög algengt að svo náin og góð samvinna takist með höfuðstjórnendum fé- lagshreyfinga eins og hefur verið hjá okkur Sigurði. Hafi þessi ágæta samvinna okkar skilað hreyfingunni öflugri til komandi tíma og kynslóða sem ég vona, þá er hlutur hans þar stærri en ég get lýst í fátæklegum orðum í stuttum leiðara. Frábær léttleiki hans, vinnugleði og skipulagshæfileikar ásamt traustri fjármálastjórn hefur lagt þann grunn sem ég vona að standi, og komandi forustumenn innan hreyfingarinnar beri gæfu til og eigi auð- velt með að byggja á um langa framtið. Þetta er stuttur sprettur hjá mér, enda hef ég alla tíð verið talsmaður þess að endurnýjun forustuliðs með hæfilegu millibili framkalli öflugra og ferskara starf. Það er gleðilegt til þess að vita, að andstætt hliðstæðum félagshreyfingum hjá nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum erum við í sókn, og höfum meira en tvöfaldað félagsmannatöluna á þessum 10 árum. Þessi þróun hefur þó ekki átt sér stað átakalaust. Að minu mati er það þjónustumiðstöð samtakanna ásamt persónulegum erindrekstri forustumanna UMFI sem þessu veldur fyrst og fremst. Við höfum endurnýjað okkar erlendu samskipti og kynnt samtök okkar vel á þeim vettvangi auk þess sem órjúfandi vináttutengsl hafa skanast. Við höfum tekið fræðslumálin föstum tökum, og stofnað Félagsmálaskóla UMFl. Við höfum eflt okkar útgáfustarfsemi, og komið reglu á útgáfu Skinfaxa, auk þess sem útgáfustarfsemi á vegum sam- bandsaðila UMFl hefur vaxið verulega. Við höfum eignast eigið húsnæði yfir höfuðstöðvar samtakanna og þjónustumiðstöð í Reykjavík og verulega hefur fjárhagsstaða UMFl batnað frá því á miðju ári 1969, þótt engum lokaáfanga hafi þar verið náð. Uppbygging Þrastaskógar er hafin, en þar á UIVIFÍ eftir að vinna uppbyggingarstarf á næstu árum sem vekja mun athygli alþjóðar, ef rétt verður að málum staðið. I Þrastaskógi á ungmennafélagshreyfingin að reisa sér íþrótta- og félagsmiðstöð, og vinna áfram að ræktun umhverfisins, sem er eitt það fegursta á Suðurlandi, og biður upp á ótalda möguleika. Landsmót UMFl sem með réttu hafa verið kölluð fjöregg hreyfingarinr.ar munu halda áfram með meiri reisn og glæsibrag en nokkru sinni fyrr, og vitna um þann íþrótta- og félagslega styrk sem samtök okkar eiga yfir að ráða. Starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar nýtur sívaxandi trausts meðal forráðamanna þjóðarinnar sem m.a. kemur fram í auknum fjárhagslegum stuðningi ríkis- og sveitarfélaga. Það er heitasta ósk mín til samtakanna nú, að þau megi ævinlega njóta slíkrar viðurkenningar að til forustu i samtökunum veljist sannir vökumenn, sem haldi í heiðri fornum menningararfi, en verði jafn- framt opnir fyrir nýjungum í starfi, þá munu allir félagsmenn una glaðir við sitt og ganga ótrauðir til starfa undir kjörorði samtakanna ÍSLANDI ALLT. H.Þ. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.