Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 10
Prinsinn með asnaeyrun framhald Ég bý yfir miklu leyndarmáli, sagði rakarinn við prestinn, ef ég segi ein- hverjum frá því missi ég lífið. En ég get ekki lengur afborið að halda því leyndu. Hvað á ég að gera? Presturinn hugsaði sig örlítið um og svo sagði hann: Farðu langt upp í sveit á stað sem er algjörlega af- skekktur. Þar skalt þú grafa holu í jörð- ina og hrópa leyndarmál þitt niður í jörð- ina, þar til það iþyngir þér ekki lengur. Á eftir skaltu moka ofan i holuna og láta þannig moldina geyma Ieyndarmálið. Þetta gerði rakarinn og þegar hann hafði lyllt holuna aftur með mold gekk hann hinn ánægðasti heim. En jörðin geymdi ekki leyndarmál hans vel. Nokkru síðar óx bambus upp af hol- unni. Bambusinn óx og varð stór og myndarlegur og þegar nokkrir fjárhirðar áttu leið hjá, skáru þeir af honum og bjuggu sér til flautur. En þegar þeir blésu í flauturnar hljómaði stöðugt. Prinsinn hefur asnaeyru, prinsinn hefur asnaeyru. Allir hlustuðu undrandi, og fregnin barst sem örskot um landið. Að síðustu barst þetta kóngi til eyrna. Hann kallaði fjár- hirðina til sín og bað þá leika á flautur sínar, og það var sama hve lengi þeir blésu, alltaf hljómaði, prinsinn hefur asnaeyru, prinsinn hefur asnaeyru. Kóng- urinn tók eina flautuna sjálfur og blés, stöðugt hljómaði, prinsinn hefur asnaeyru, þá vissi kóngur að rakarinn hafði sagt frá leyndarmálinu. Rakarinn var kallaður fyrir kóng í skyndi, og kóng- urinn dæmdi hann til dauða. En prinsinn bað rakaranum lífs, og sagði: Það vita allir nú að ég er með asnaeyru og enginn þarf lengur að hvísla um það í leynum, um leið og hann sagði þetta reif hann af sér húfuna. Öll hirðin og fjöldi fólks var viðstatt og allir horfðu á prinsinn forvitnir á svip, en þá gátu allir séð að prinsinn var ekki lengur með asnaeyru. Gleði kóngs og drottningar varð mikil og frá þeim degi heyrðist ekki framar talað um eyru prins- ins og úr flautunum heyrðist ekki lengur orðin: Prinsirin er með asnaeyru, prinsinn er með asnaeyru. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.