Skinfaxi - 01.08.1979, Side 22
Ungmennafélagar frá Árhus
íheimsókn
Mánudaginn 23. júlí komu til landsins 45 danskir
ungmennafélagar frá Arhus. Hér er um að ræða hin
árlegu samskipti milli UMFÍ og AAG í frjálsíþrótt-
um. Samskipti þessi hófust 1971 þegar íslenskir ung-
mennafélagar fóru á landsmót dönsku ungmennafé-
laganna í Holstebro. Danirnir dvöldu til 6. ágúst.
Fyrstu tveir dagarnir voru teknir rólega í góða
veðrinu sunnanlands. Danirnir fengu ágæta að-
stöðu i barnaskólanum í Mosfellssveit. Heimamenn
sýndu þeim meðal annars laxeldisstöðina í Kollafirði
og Álafoss-verksmiðjuna, héldu kvöldvöku og æfðu
með þeim.
Bikarkeppnin
Miðvikudaginn 25. júlí fór svo fram hin árlega
Bikarkeppni milli AAG og UMFÍ. Eftir að Danirnir
höfðu skoðað sig lítillega um í Reykjavík, var haldið
inn á Kópavogsvöll. Bikarkeppnin var fyrsta opin-
bera keppnin sem fór fram á vellinum eftir að lagt
hafði verið nýtt gerviefni á stökkbrautir.
Keppnin hófst tímanlega kl. 18.30 með spjótkasti
kvenna og má segja að íris Grönfeldt hafi gefíð tón-
inn, með því að sigra með yfirburðum í spjótkast-
inu, Hrönn Harðardóttir varð að sætta sig við þriðja
sætið aðeins tveim sentimetrum á eftir Lene Kjeld-
sen AAG. íslensku stúlkurnar höfðu síðan yfirburði
í nær öllum greinum og þurftu aðeins að láta þeim
dönsku eftir fyrsta sætið í einni grein af tíu sem
keppt var í.
Nýliðar í kvennaliðinu
Það sem vakti athygli við kvennakeppnina, var að
þar kepptu fyrir UMFl, margar ungar og efnilegar
frjálsíþróttakonur sem ekki hafa keppt i úrvalsliði
LIMFÍ áður. Þær stóðu sig undantekningarlaust með
sóma. Þær stúlkur sem nýjar voru í liðinu voru
þessar: Svava Grönfeldt UMSB, Ragnheiður Jóns-
dóttir HSK, Guðrún Karlsdóttir UBK, Hulda
Laxdal USÚ, Helga Unnarsdóttir UlA, Elín Gunnars-
dóttir HSK og Hrönn Harðardóttir HSH.
Þá má ekki gleyma þeim reyndari sem aldrei gefa
þumlung eftir, Hólmfriður Erlingsdóttir UMSE, íris
Grönfeldt UMSB, Thelma Björnsdóttir UMSK og
Kristín Jónsdóttir UMSK.
Karlakeppnin
Karlakeppnin var mun skemmtilegri og jafnari.
Danirnir með tugþrautarmanninn Bjarne Ibsen í
broddi fylkingar veittu karlaliði UMFÍ verðuga
keppni. Danirnir sigruðu í 7 greinum af 13 en það
dugði ekki til, UMFÍ sigraði í stigakeppninni með
þriggja stiga mun. Fátt var um nýliða í karlaliðinu
en þó má ekki gleyma hinum nýja spretthlaupara
þeirra Skagfirðinga Gísla Sigurðssyni og hinum
harðskeytta Lúðvík Björgvinssyni úr UBK. Mikið
mæddi á Einari Vilhjálmssyni í köstunum og Þor-
steini Þórssyni í hlaupunum.
Jón Þ. Sverrisson, Bjarni Ingibergsson, Helgi
Hauksson stóðu allir fyrir sínu. Stefán Hallgrímsson
sýndi frábært keppnisskap og stóð sig með mikilli
prýði i þeim fimm greinum sem hann keppti í. Stefán
sannaði að hann er á uppleið aftur. Karl West, Haf-
steinn Jóhannesson, Guðmundur Jónsson standa
alltaf fyrir sínu. Þess má geta til gamans að Hafsteinn
Jóhannesson, Guðmundur Jónsson, Stefán Hallgrims-
son og Kristín Jónsdóttir tóku öll þátt í fyrstu keppn-
inni við AAG í Holstebro 1971.
Samsæti eftir keppni
Að lokinni keppni fengu allir keppendur minnis-
peninga að gjöf og síðan bauð Kópavogsbær kepp-
endum og starfsmönnum upp á gos og snittur að
Hamraborg 1 Kópavogi. Þar afhenti Óli Scholer
fyrirliði Dananna Hafsteini Þorvaldssyni bikarinn
sem keppt var um. Þá afhenti Hafsteinn þeim Herði
Sigurgrímssyni formanni bæjarráðs Kópavogs og
Jónasi Traustasyni vallarstjóra í Kópavogi vináttu-
fána UMFt. Siðan var stiginn dans fram eftir kvöldi.
Úrslit mótsins eru á öðrum stað í blaðinu.
22
SKIIMFAXI