Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Síða 29

Skinfaxi - 01.08.1979, Síða 29
í júní sl. kom út fréttablað Ungmennafélags Borgfirðinga ,,Gusa”. Fréttablað þetta er í algjörum sérflokki hvað varðar uppsetningu og frágang en söfnun efnis, vélritun og uppsetningu annaðist Helgi M. Arngrímsson. Auk al- mennra frétta eru í blaðinu frásögur og ritverk. Þá er þar skemmtileg nýjung sem er örnefnaskrá, þar sem tekin eru fyrir ör- nefni í Njarðvíkurskriðum og þau merkt inn á mynd af svæðinu. í blaðinu má auk þess finna grein eftir Gísla Halldórsson forseta ÍSÍ sem nefnist „íþróttamann- virkin eru undirstaðan” og „Kveðja frá UMFÍ”, sem skrifuð er af Sigurði Geir- dal. Til hamingju Borgfirðingar en vonandi verður ritnefndin starfsamari næst, það gengur ekki til lengdar að einn maður geri allt. -- • ---- Þann 25. maí sl. kom út 1. tbl. af blaði Umf. Geisla og ber það nafnið ,,Geisla- hret’". í formála þess, sem ritaður er af Karli Lúðvíkssyni formanni Umf. Geisla segir m.a. „að útgáfa þess og dreifing sé ekki bundin við nein tímamörk, heldur fari hún eftir dugnaði og áhuga félags- manna við að leggja til efni í blaðið”. Þessu fyrsta blaði var dreift inn á öll heimilu á félagssvæðinu. Blaðið er fjölrit- að í brotinu A5, og lífgað upp með mynd- skreytingu. __ • ---- Umf. Afturelding í Mosfellssveit varð 70 ára í apríl sl. í tilefni þessara tímamóta gaf félagið út ritið Dagrenning. í ritinu er þessara tímamóta í sögu félagsins minnst á margvíslegan hátt. Með viðtölum og frásögnum er saga félagsins rifjuð upp, kveðjur og ávörp eru frá Hafsteini Þor- valdssyni formanni UMFÍ, Páli Aðal- steinssyni form. UMSK auk ávarps for- manns Umf. Aftureldingar, Ingólfs Árna- sonar. Ennfremur er í ritinu afrekaskrá Umf. Aftureldingar í frjálsum íþróttum frá upphafi til 1. mars 1979, tekin saman af Bjarka Bjarnasyni og Jóni Þ. Sverris- syni. Ritið prýða myndir úr starfmu. Rit- nefnd skipuðu: Ingólfur Árnason, Tómas Sturlaugsson, Bjarki Bjarnason og Jó- hannes Reykdal. Skinfaxi óskar Aftureld- ingu til hamingju á þessum tímamótum. G.K. mmmoim UNGMENNAFÉLAGIÐ AFTURELDING 70 ára 29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.