Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1979, Blaðsíða 8
Ar norrænna samskipta *79 Þessa árs hefur áður verið getið á síðum Skinfaxa, og var þá starfsemi stærsta aðildarsambands NSU, DDGU kynnt. í þessu blaði kynnum við stuttlega tvö aðildarsambönd til viðbótar. Aðildarsambönd NSU eru þrettán tals- ins og verða hin 10 kynnt í næstu blöðum. SUB er sænskt ungmennasamband sem vinnur að dreifbýlismenningu og er nýj- asta aðildarsamband NSU. Sambandið er landssamband með um 400 aðildarfélög- um. Á stefnuskrá þess er efst á baugi út- breiðsla og kennsla þjóðdansa og þjóð- laga. Sambandið gefur út tímarit ,,Heimabyggðin” (Hembygden) sem kemur út sex sinnum áári. SDU. Sambandssvæði þess er meðal danska minnihlutans i Suður-Slésvík, þ.e. á suðurhluta hins gamla danska lands- hluta Sönderjylland sem síðan 1864 hefur lotið yfirráðum Þýskalands. Á svæði þessu búa u.þ.b. 60.000 manns sem telja sig Dani. SDU er samband margra mismunandi ungmennafélaga í Suður-Slésvík. Aðildar- félög eru 63 með rúmlega 10.000 meðlim- um. Innan vébanda þeirra er lögð stund á íþróttir, fimleika og menningarstarfsemi, s.s. þjóðdansa, leiksýningar, tónlist, ljós- myndun og kvikmyndun. ,,Det lille T- eater” er áhugamannaleikhús sem á aðild að SDU en það færir upp átta stykki á ári. SDU á tólf tómstundaheimili, tvær íþróttahallir, íþróttavelli og eina fræðslu- miðstöð, „Christianslyst”. Félagsblaðið Treklangen kemur út mánaðarlega. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.