Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1980, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.02.1980, Qupperneq 4
Frá Blaksambandi Islands: BLAKIÐ ________í stöðugri sókn Blak er útbreiddari íþrótt hér á landi en margur hyggur. Til þess að kynnast íþróttinni frekar og störfum Blaksam- bandsins þá hittust undirrit- aður og formaður BLÍ, Guð- mundur Arnaldsson á skrif- stofu Umf. íslands hér eina kvöldstund seint í janúar. Guðmundur var hress að vanda, yfir kolsvörtu rjúkandi kaffinu barst talið að mörgum og oft og tíðum allt öðrum hlutum en fyrirhugað var í fyrstu. Tilurð og þróun Blaksamband íslands var stofnað 11. nóvember 1972 og er því fullra sjö ára. Unt eins árs skeið hafði verið starfandi blaknefnd á vegum ÍSÍ sem hafði það verkefni að standa fyriríslandsmóti í greininni og vinna að kynningu blaksins. Formaður nefndar þessarar var Albert Valdemarsson sem síðan var kjörinn fyrsti for- maður sambandsins. Án efa dýrasta og umdeildasta verk- efni sem BLÍ hefur ráðist í, er þátttaka í undankeppni Olympíuleikanna í Róm 1975 og verður sú fcrð lengi í minn- um höfð. Þótti mörgum og þykir enn að í þetta skipti hafi geta landans verið ofmetin þótt ekki sé meira sagt. Þegar litið er yfir farinn veg þá má glöggt sjá að blakið hefur verið í stöðugri sókn. Þátttakendum hefur fjölgað úr 500 1972 í 3000 í upphafi árs 1979, flestir iðkendureru á félagssvæði UÍA eða 310 tals- ins, þetta sýnir betur en margt annað hversu miklum vin- sældum íþróttin á að fagna úti á landi, enda hefur aukin þátttaka liða utan af landi sýnt að íþróttin er heppileg til ástundunar fyrir lið sem búa við erfiða aðstöðu til að iðka íþróttir innanhúss yfir vetr- armánuðina. Að sögn Guð- mundar hafa þær stjórnir að er hann hefur veitt for- mennsku síðan 1976 lagt aðal- áhersluna á innri uppbygg- ingu Blaksambandsins s.s. stjórnun móta, fræðslumál og vcrkaskiptingu milli stjórnar- og nefndarmanna. Guðmund- ur gat þess að nú hefðu störfin færst á fleiri hendur og enginn hefði fleiri cn tveimur emb- ættum að gegna á vegum sambandsins. Einnig lagði Guðmundur á það áherslu mikið hefði verið gert í fjár- hagslegri uppbyggingu af þeim stjórnum sem setið hafi hin seinni ár og nefndi sem dæmi að Blaksambandið hefði verið rekið hallalaust síðan 1977. Þannig hefðu störfin frekar færst frá lands- liðinu sem miðdepli starfsem- innar til hinna ýmsu félags- heilda, með aukinni þátttöku í mótum. Útbreiðsla Engin skipulögð útbreiðslu- starfsemi hefur verið í gangi á vegum þeirra stjórna sem setið hafa. Þrátt fyrir það hafa verið farnar fjölda margar ferðir út á land, þó aðallega í skóla til kynningar á íþrótt- inni og starfsemi BLÍ. Einnig hefur skrifstofa sambandsins gert töluvert í því að kynna íþróttina og sína starfsemi með útgáfu fréttabréfa, reynt hefur verið að ná til flestra í því sambandi þó svo að ekki hafi verið lögð nógu rík áhersla á dreifingu þeirra út um land. En betur má ef duga skal. Sambandið hefur ráðið sér framkvæmdastjóra í hluta- starf og er vænst mikils af honum. Til starfsins réðst Gunnar Árnason sem er mörgum ungmennafélagan- um að góðukunnur fyrir störf sín í þágu UNÞ. Fyrir þá sem 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.