Skinfaxi - 01.02.1980, Síða 14
aðaltekjulind á hverju ári er
svo réttarballið. Meðan félags-
heimilið var lítið þurfti alltaf
mikla vinnu við undirbúning
fyrir það. Við vorum með
tvær hljómsveitir og aðra í
tjaldi. En nú er búið að
stækka Njálsbúð og kominn
einn salur svo að þetta er
miklu minna fyrirtæki.
Þú minntist á byggingu félags-
heimilis. Það var ráðist íbyggingu
húss starx á öðru starfsári félags-
ins, hefur ekki verið erfitt fyrir
litið félag að standa í þessum
byggingum?
Það er nú eflaust. Það var
nú kannski ekki mjög dýrt
þetta fyrsta hús en félagið tók
strax þátt í byggingunni og
átti einn þriðja. Hlutur Njáls
var kr. 323.40, þar af voru
tekjur af tombólu kr. 142.50.
Þetta hús var notað fram um
1952 en þá var byrjað að
byggja Njálsbúð hér við Akur-
ey og þar hefur félagsstarfsem-
in farið fram síðan. Þegar
byrjað var að byggja Njálsbúð
þá hafði félagið legið niðri um
12 ára skeið en þá hófst Egg-
ert Haukdal handa um að
endurreisa félagið sem síðan
hefur starfað óslitið. Við
tókum strax þátt í húsbygg-
mgunni og eigum einn þriðja
í húsinu og eins er með þá
nýju byggingu sem nú er
nsin. Við eigum þar einn
þriðja á móti hrepp og kven-
félagi og höfum þegar lagt
fram 6,1 milljón í vinnu og
peningum.
Er gott samstarf við
HSK?
Já, það held ég megi
segja. Njáll gekk í HSK strax
við stofnun þess 1910, en svo
Haraldur Júlíusson, formaður.
hefur eitthvað gengið brösótt
árið 1934 því þá gekk Njáll úr
sambandinu en gengur aftur í
það 1940. Við endurreisn
félagsins árið 1952 gekk félagð
í HSK og hefur tekið þátt í
starfsemi þess eftir mætti
síðan. Þess má geta að Eggert
Haukdal, mikill félagsmaður
hér í Njáli var gjaldkeri HSK
í 12 ár.
Hafið þið haldið félagsmála-
námskeið?
Já, við héldum fyrsta stigs
námskeið fyrir 2 árum. Það
var ágætlega heppnað og ég
tel að það hafi orðið öllum
sem þátt tóku í því til gagns
og ánægju og þátttakendur
þess hafa komið fram síðan
við ýmis tækifæri sem ágætir
ræðumenn.
Félaginu bárust margar góðar
gjafir í tilefni afmœlisins?
Já, þar var stærst peninga-
gjöf frá burtfluttum félögum
sem komu fjölmennir til
afmælishófsins og afhentu
félaginu tæpar 600 þúsund
krónur. Fyrir þennan pening
ætlum við að kaupa eitthvað
af íþróttatækjum í húsið. Þá
má nefna myndarlega gjöf frá
félögum sem búsettir eru í
sveitinni en þeir gáfu æfingar-
dínu sem mun áreiðanlega
koma að góðum notum.
Snorri Þorvaldsson og fjöl-
skylda gáfu 4 verðlaunabikara
sem keppa skal um í árlegu
víðavangshlaupi. Auk þessara
gjafa bárust félaginu ýmsar
aðrar myndarlegar og góðar
gjafir.
Hefur þú verið lengi í stjórn
félagsins?
Já, árið 1954 var ég kosinn í
varastjórn og svo 1956 var ég
kosinn formaður og var það í
eitt ár og síðan hef ég verið
ýmist í varastjórn eða aðal-
stjórn.
Nú, Haraldur, svona sem loka-
orð. Framtíðarhorfur og framtíðar-
verkefni hjá félaginu?
Já, ég hef þá trú að félagið
eigi bjarta framtíð eins og
ungmennafélagshreyfingin
öll. Við erum búin að koma
okkur upp mjög góðri aðstöðu
til félagsstarfsemi. Við eigum
orðið glæsilegan íþróttasal og
við eigum líka mikið af efni-
legu ungu fólki sem ég veit að
á eftir að nota húsið mikið og
til margra hluta og þá ekki
síst til íþróttastarfsemi.
14
SKINFAXI