Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 21
Vésteinn Hafsteinsson Hugleiðingar um afrekaskrána 1979 KARLAR: Spretthlaupin Árangurinn í spretthlaup- unum í ár er mun lakari en 1978 ef á heildina er litið. Gísli Sigurðsson hefur æft vel og bætti sig verulega á árinu í 100 m en virðist vanta létt- leika í lengri vegalengdir. Jón Þ. Sverrisson hjakkar í sama farinu ár eftir ár og virðist ekki hafa áhuga á að bæta þar úr. Angantýr Jónasson æfir Gísli Sigurðsson UMSS. ekkert og bætir sig því lítið sem ekkert. Erlingur Jóhann- esson er ungur og efnilegur en vantar að æfa betur upp sprettúthald og hlaupastíl. Því miður virðist Erlingur æfa lítið. Stefán Hallgrímsson var tiltölulega frískur í styttri hlaupunum í ár og eins má segja um annan tugþrautar- mann, Þorstein Þórsson, hann bætir sig markvisst í sprett- hlaupum sem öðru enda æfir maðurinn vel. Egill Eiðsson er stórefnilegur og hlaupari framtíðarinnar. Spretthlaup- arar; Takið ykkur á og kennið ekki aðstöðunni um lélegan árangur. Millivegalengdahlaup Jón Diðriksson er alger yfir- burðamaður í öllum milli- vegalengdahlaupunum enda er hann nú að nálgast heims- klassa í sinni aðalgrein 1500 m. Egill Eiðsson náði mjög góðum tíma í 800 m og er vonandi að hann æfi áfram því hann hefur mikla hæfi- leika. Björn Skúlason kom á óvart fyrir laka frammistöðu og held ég að ástæðuna fyrir því sé að finna í mjög óstöð- ugri þjálfun. Það þýðir ekki að hggja í dvala í 4—5 mán- uði á ári og búast síðan við Jón Dlðriksson UMSB. einhverjum árangri. Því mið- ur ollu ungu mennirnir hjá UMSK, þeir Jóhann og Lúð- vík miklum vonbrigðum og virðist vanta alla snerpu og léttleika í þá. Ég vona bara að næsta ár verði betra hjá þeim. Langhlaup Því miður átti Ágúst Þor- steinsson við þrálát meiðsli að stríða en hann hafði æft alveg frábærlega síðasta vetur og mátti því búast við miklu af honum þetta sumar. En Gústi er kominn á skrið aftur og enginn vafi er á því að hann bætir sig stórlega á næsta ári. Brynjólfur Hilmarsson bætti sig mikið og vonandi að fram- hald verði á. Annars er árang- urinn mjög slakur í lang- hlaupunum ef á heildina er litið. Og liggur við að hann sé til skammar. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.