Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 6
hyggjast leggja stund á blak og*vantar einhverja aðstoð s.s. leikreglur, áhöld eða jafnvel leiðbeinendur, þá vill Guð- mundur benda á að skrifstofa Blaksambandsins er í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og þangað skuli menn leita með sín vandræði og þar verði þau leyst á sem farsælastan hátt. Tengslin við UMFÍ og ÍSÍ Að sögn Guðmundar hafa þessi tengsl engin verið, enda hafi hann ekki komið auga á tilgang þeirra. En þó vildi Guðmundur láta þess getið að á vegum BLÍ og ÍSÍ hafi verið unnið þarft verk á sviði leið- beiningastarfa. Með aukinni fræðslu og kynningu út um land hyggst Guðmundur nota skrifstofu Umf. íslands þar sem hún sé í mjög nánum tengslum við ungmenna- og íþróttafélögin úti á landi. Þegar hér var komið sögu hafði kaffið aðmestu gengið til þurrðar og langt liðið kvölds og var því mál að stöðva þetta sundurslitna rabb. En Guð- mundur vildi að lokum minna á að það sem blakið hefði fram yfir margar bolta- íþróttir væri að það væri jafnt við hæfi þeirra sem trimmuðu sér til heilsubóta og þeirra sem leggðu íþróttina fyrir sig með keppni í huga. Undirrit- aður þakkar Guðmundi spjall- ið og óskar blakinu og blökur- um alls hins besta. FI. VÍSNAÞÁTTUR SKINFAXA Ferskeyllan er Frónbúans, jyrsta barnaglingur. En verður seinna i höndum hans, hvöss sem byssustingur. Vonandi eru lesendur Skinfaxa mér sam- mála um að tími sé til kominn að gera vinkonu minni lausavísunni nokkur skil hér í blaðinu. Raunar tel ég það ekki vansa- laust að jafn þjóðholl samtök og ungmenna- félagshreyfingin hafi ekki gert henni hærra undir höfði en raun ber vitni. Mér býr í grun að lausavísan sé miklu sprækari manna á meðal, en ýmsir vilja vera láta, þótt þær raddir heyrist, sem finna henni allt til foráttu. ,,Þetta er ekki skáld- skapur,” segja þeir, „þetta er úrelt og hefur raunar aldrei haft neitt bókmenntalegt gildi,” eða „þetta er liðin tíð.” í mínum eyrum eru þessi rök sem falskir tónar frá útlendri eftiröpunartísku í ljóðagerð. Ekki skal þetta rætt frekar, og hvort sem þessi þáttur í alþýðumenningu okkar telst íþrótt, list eða lcikur þá verður honum framvegis helgað örlítið rúm í Skinfaxa. Hagyrðingar allra ungmennafélaga, allra landshluta og allir aðrir hagyrðingar eru beðnir að leggja okkur lið, en það skal tekið fram að hér verður einungis birt það sem stenst kröfur bragfræðinnar, innan þess ramma, geta menn að öðru leyti farið eigin leiðir, eðs eins og N.V. sagði: Min eru Ijóð ei merkileg minir kæru vinir. En oft og tiðumyrki ég öðruvisi en hinir. Þið megið gjarnan senda okkur smellnar vísur, eða góða fyrriparta, sem við reynum síðan að koma fyrir í næstu vísnaþáttum Skinfaxa en svona til að byrja með fáið þið hérna þrjá fyrriparta til að glíma við: Strax ibyrjun vonum við að visnaþáttinn styðjið þið. Bragfrœðin ei bregðast má, né botna fjöldi góður. Leit ég unga liþurtá, lömuð tungan þagði. Vinsamlegast sendið okkur botnana fyrir 2. apríl, svo við getum birt þá bestu í næsta blaði. Utanáskriftin er: Vísnaþáttur Skinfaxa, Pósthólf 5271, 125 Reykjavík. Með kveðju, Á sgrimur Gislason. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.