Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1980, Blaðsíða 19
SKINFAXI 70ÁRA — Eysteinn Þorvaldsson tekinn tali Eftir að Skinfaxi hefur komið út samfleytt í 70 ár, þótti ritnefnd blaðsins viðeig- andi að ræða við þann mann er dreif blaðið upp úr ládeyðu á miðjum sjöunda áratugnum og hóf það aftur til vegs og virðingar. Þessi maður er Eysteinn Þorvaldsson, maður- inn sem á annan áratug rit- stýrði þessu blaði, skrifaði margar snilldargreinar af þekkingu og skilningi um hin ýmsu málefni. Á 60 ára af- mæli Skinfaxa ritaði hann mjög ýtarlega grein um sögu blaðsins frá upphafi. Uppruna Eysteins má finna í kirkjubókum Hafnarfjarðar- kirkju. 12 ára fluttist hann með foreldrum sínum austur í sveitir, einmitt þar sem ung- mennafélagshugsjónin hefur risið hvað hæst. Aðspurður kvaðst Eysteinn hafa gengið í Ungmennaféiag- •ð Vöku 15 ára gamall 1947 og keppt það ár og þau næstu bæði í glímu og frjálsum íþróttum. Þá voru haldin mikil héraðsmót á Þjórsártúni og 1950 fór þar fram 100 mann bændaglíma milli Ár- Eysteinn Þorvaldsson. nesinga og Rangæinga og mun vart hafa verið fjölmenn- ari glímur haldnar hér. í Vöku voru á þessum árum margir knáir glímumenn. Guðmundur Ágústsson marg- faldur meistari var nýhættur en ungir menn teknir við, auk Eysteins þeir Rúnar Guð- mundsson, Gísli Guðmunds- son og Sigurjón Guðmunds- son, allt knáir glímumenn. Þá voru haldin ýmisleg fjöl- skyldumót og ungmennafélög- in héldu uppi alhliða menn- ÓskZfar£“um ókomnaframt ’ STEYPUSALAN EYKUR H.F. VÍK MÝRDAL SÍMI 99-7159. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.