Skinfaxi - 01.12.1980, Qupperneq 9
Ég byrjaði á því að spyrja
Sveiri um œtt og uppruna.
Sveinn er fæddur vestast í vest-
urbænum (þcim eina sanna vest-
urbæ segir Sveinn) sonur Björns
G.Jónssonar kaupmanns og fram-
kvæmdastjóra Tónlistarfélagsins
og Ingibjargar Sveinsdóttur frá
Hálsi í Eyrarsveit. Sveinn ólst
upp í vesturbænum en lluttist 22
ára í austurbæinn.
Hver voru þín jyrstu kynni af
íþrótta- og félagsstarfinu?
Faðir minn var gjaldkeri í KR
um tíma og var m.a. Islands-
mcistari í knattspyrnu 1919 og
þess vegna lá leiðin eðlilega beint í
KR og þar hef ég reyndar verið
síðan. Raunar sagði láðir minn
mér síðar að hann hafi skráð mig í
KR strax við fæðingu.
Eg byrjaði sem unglingur í
knattspyrnunni, og fór síðan í
frjálsar, og lagði aðallega áherslu í
hlaupin, keppti mest í 400 og
einnig í fleiri greinum.
Eflir að ég hætti í frjálsum fór
ég að iðka badminton ogvarð m.a.
Islandsmeistari í 1. llokki sem gaf
mér rétt til að leika í meistara-
flokki, og það gerði ég í nokkur ár.
I dag fer minna fyrir keppninni,
aðeins heilsubótarskokk.
Sveinn er nœst spurður um
triinaðarstöður innan íþrótta-
hreyfingarinnar, og þar reynist af
nógu að taka.
Eg var í stjórn frjálsíþrótta-
deildar KR frá 1944 til 1953, cn
þá var ég kjörinn í aðalstjórn fé-
lagsins og sat þar í 25 'ár, þar af
varaformaður í 15 ár. Arið 1954
var ég kjörinn í hússtjórn íélagsins
og hefverið í hcnni síðan. Allt frá
1955 hef ég verið gjaldkeri hús-
stjórnar, auk þcss sem ég var for-
maður nefndarinnar um limm ára
skeið. Eg hef svo verið í íþrótta-
ráði Reykjavíkurborgar frá 1974
og lormaður þar 1974—’78.
I varastjórn ÍSI var ég kosinn
1961 og í aðalstjórn 1962, fyrst var
ég fundarritari, síðan ritari og
1970 er ég svo kosinn varaforseti
og gcngdi ég þv'í cmbætti í 10 ár
eða þar til á síðasta þingi.
Tilnefndur af stjórn ÍSÍ hef ég
svo setið í íþróttanefnd ríkisins
síðastliðinn áratug. Fyrir utan
þetta er ég varaformaður Olymp-
íunefndar íslands og hefverið það
sl. 8 ár.
Eftir þessa upptalningu lá beint
við að spyrja Svein um fjölskyld-
una.
Eg á ákaflega skilningsríka
konu segir Sveinn, Ragnheiði
Thorsteinsson og hún þekkir mig
ekki öðruvísi en á kafi í þcssu fé-
lagsmálastússi. Yngstu synir mín-
ir þeir Geir og Sveinn eru iðkend-
ur í knattspyrnu og handknattleik
í knattspyrnufélaginu Val og Geir
hefur orðið Islandsmeistari í báð-
um greinunum, en Sveinn í knatt-
spyrnunni. Eldri krakkarnir eru
Björn og Margrét, en þau eru
bæði búsett í Bandaríkjunum um
þessar mundir.
Ég man vel eftir Sveini sem for-
ystumanni ýmissa stórra verkefna
á vegum ÍSÍ á undanförnum ár-
um og vil vita örlítið nánar um þá
hlið á starfi hans.
1966, segir Svcinn, var sam-
þykkt á þingi ÍSÍ að steliia að því
að halda íþróttamót á árinu 1970 í
tilefni af 50. íþróttaþinginu sem
þá yrði haldið. Þetta snerist svo
upp í það, að stefnt var að því að
halda veglega íþróttahátíð, og
raunar þótti svo vel til takast að
ákveðið var að halda slíka hátíð á
10 ára fresti. Það kom í minn hlut
að vera formaður íþróttahátíða-
nclndar í bæði skiptin. Þessar há-
tíðir eru sem kunnugt tvíþættar,
|t.e. vetraríþróttahátíð, sem hald-
in hefur verð á Akureyri, og sum-
arhátíð, sem haldin hefur verð í
Reykjavík. Slík mót kreljast mik-
ils undirbúnings, en það var þó
áberandi mest vinna við fyrsta
mótið, enda hefur aukin mann-
virkjagerð á þessum árum' gert
mótshaldið sjállt auðveldara.
Þá má einnig nefna í sambandi
við sérstök verkefni, að það hefur
komið í minn hlut að vera farar-
stjóri íslenska Olympíuliðsins á
tveim síðustu Ólympíuleikum, í
Moskvu og í Montreal.
Þetta sem talið hefur verðinupp
í þessu viðtali hingað til, Sveinn,
má nánast allt flokkast undir hálf-
gert puð, en hvað með skemmti-
legri hliðar á starfinu?
Þar vil ég nelna heimsóknir út á
land til héraðssambanda og
íþróttabandalaga, þar kynnist
maður mörgu ágætu fólki og einn-
ig starli félaganna, en þetta er al-
veg nauðsynlcgt fyrir þá sem í for-
svari eru. Persónuleg kynni og
tengsl eru nauðsyn svo árangur
náist í starfinu. Anægjulegar
stundir eru raunar allar þær
stundir, þegar íþróttastarfið
gengur vel.
Nú er það staðreynd, Sveinn,
að íþróttastarfið í landinu hefur
aukist gífurlega á undanförnum
árum, sem sést t.d. á því að iðk-
endur voru árið 1960 um 20 þús-
und en 1980 um 80 þúsund.
Hvernig gengur að mœta þessari
fjölgun og auknum kröfum sem
lienni fylgja.
Til þess að íþróttahreyfingin á
íslandi geti talist alvöruíþrótta-
SKINFAXI
9