Skinfaxi - 01.12.1980, Qupperneq 14
þú œttir möguleika á að setja
heimsmet?
,,Eg var kosinn IþróUamaður
ársins 1978 og þá gaf ég yíirlýs-
ingu um að ég ætlaði að setja
heimsmet í hnébeygju. En stuttu
síðar var það met slegið það rösk-
lega að möguleikar mínir minnk-
uðu mikið á að ná því. En heims-
metið í réttstöðulyftunni hafði ég
ekki hugsað svo mikið um, en
leiddi þá hugann fljótlega að því
að þar mætti bæta um betur.”
Hvað leið langur tímifrá því að
þú byrjaðir að hugsa um að setja
metið einmitt á þessu móti þar til
það varíhöfn?
„Þegar ljóst var að ég færi ekki
á heimsmeistaramótið sem fram
fór í Texas, vegna meiðsla sem ég
hefátt við að stríða í öxl, þá tók ég
þá stefnu að reyna við heimsmetið
í staðinn og fékk að keppa í hléi á
Norðurlandamóti unglinga sem
fram fór í Laugardalshöll í
Reykjavík 1. nóvembersl. Égæíði
með þessa mettilraun eina í huga
um í um 3 mánuði fyrir mótið. En
það hefði vissuleea verið
skemmtilega að fara á heims-
meistaramótið og slá metið þar,
en um það var ekki að ræða vegna
meiðslanna. Mig langar til að
skjóta því hér að, að heimsmetið
mitt stóðst allar árásirnar á
heimsmeistaramótinu sem fram
fór stuttu eftir að ég setti metið.
Það var Bandaríkjamaður sem
reyndi að bæta metið, en tókst
ekki.”
Hefur það einhverju breytt fyr-
ir þér, Skúli. að vera orðinn
heimsmethafi?
,,Nei, enda þætti mér það óeðli-
legt að maður yrði allur annar
maður eftir að hafa sett met eins
og þetta.
Eg var líka alveg viðbúinn því
að mér tækist þetta og hafði gefið
yfirlýsingar fyrir mótið unr að ég
ætlaði að setja hcimsmet. Mörg-
um þótti þetta bíræfni, en mér
finnst allt í lagi að gefa yfirlýsing-
ar um livað maður ætlar sér ef
maður á góða möguleika á að geta
staðið við þær. Stundum tekst að
standa við þetta og stundum ekki.
Eina breytingu verð ég þó að við-
urkenna að hafi orðið á hjá mér,
en það er ásókn ýmissa fyrirtækja
í að íá mig til að auglýsa vörur
sínar, t.d. matsölustaðir, mat-
vælaframlciðendur og fatafram-
leiðendur. Eg er að byrja að koma
fram í auglýsingu fyrir appelsínu-
drykkinn 'fropicana um þessar
mundir og fæ í staðinn ókeypis
tropicana og protein frá framleið-
andanum. Annan fjárhagslegan
gróða hef ég nú ekki haft af afrek-
um mínum.”
Hvernig var tilfinningin að
vera orðinn heimsmethafi?
,,Frá því að ég sleppti lóðunum
og þar til merki kom um að lyftan
væri lögleg liðu um 3 sekúndur.
Mér fannst þessar sekúndur vera
eins og heil klukkustund, en þegar
merkið kom, „löglegt”, þá vissi ég
ekki hvað ég gerði, ég lét eins og
fáraður, en þetta var sigurvíma
sem rann af manni eftir nokkrar
mínútur.”
Afhverju keppir þú alltaf fyrir
UÍA?
„Ég er fæddur Austfírðingur,
ólst upp á Fáskrúðsfirði. I upphaíi
ferils míns ákvað ég að að keppa
aldrei fyrir annað félag en UIA.
Mér finnst ócðlilegt að keppnis-
menn flakki á milli félaga nema
það hafi verulega þýðingu árang-
urslega og fjárhagslega séð. UIA
hefur stutt mig eins og það hcfur
getað hverju sinni ogvil égkomaá
framfæri þökkum til UIA og
Austfirðinga fyrir þann stuðning.
Ég hef orðið var við að Austfirð-
ingar eru stoltir af mér, og þykir
mér vænt unt það.”
Hvaða þýðingu hefur íþrótta-
iðkun fyrir þig?
„Hún gefur mér lífsfyllingu, ég
hef ekki annað að lifa fyrir, og ég
held áfram að lifa fyrir íþróttirnar
þó áhuginn hafi lítillega dofnað
vegna meiðsla sem hafa háð mér
nokkuð lengi. Iþróttirnar halda
mönnum cinnig frá óreglu, þó ég
teljist ekki alveg heilagur í þeim
efnum.”
Hvað gætirðu ímyndað þér dð
þú værir, ef þú hefðir ekki orðið
lyftingamaður?
„Mér fannst ég alltaf haf’a hæfi-
leika til þess að verða spretthlaup-
ari og heíði Iíklega orðið það ef ég
hefði ekki farið út í lyftingar. En
um önnur áhugamál en íþróttirn-
ar hefur eiginlega aldrei verið að
ræða.”
Viltu ráðleggja ungu íþrótta-
fólki eitthvað sem þú telur að geti
orðið því til framdráttar?
„Númer eitt er að halda sig frá
órcglunni, númer tvö að vanmeta
aldrei sjálfan sig eða andstæðing
sinn. Númer þrjú að vera alltaf
drengilegur í keppni og leitast
frekar við að hjálpa andstæðingn-
unt en draga úr árangn nans.”
Skinfaxi þakkar Skúla kærlega
fyrir spjallið og óskar honum til
hamingju með nýsett heimsmet.
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs
Ferdaskrifstofan Utsýn sími 26611 ^
14
SKINFAXI