Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1981, Síða 6

Skinfaxi - 01.02.1981, Síða 6
A þessu ári má segja að enginn ritstjóri hafi verið starfandi hjá Skinfaxa. I upphaii árs þegar Gunnar Kristjánsson lét-af störfum var skipuð ritnefnd til að sjá um útgáfu blaðsins. Þannig þróuðust svo málin að ég tók að mér einskonar útgáfustjórn þ.e. koma blaðinu í gegn um prent- un. Þetta hefur á vissan hátt verið erfitt starf, fyrir utan venjulegan vinnutíma, en ákaflega ánægju- legt að fylgja svona blaði ylir öll vinnslustig. Helstu vandamál \ ið svona starf er að fá allt efni skrifað á tilsettum tíma og enn meira að fá góðar myndir með greinunum. Þess vegna er nauðsynlegt að íá góðan stuðning við það verk og raunar ætti það að vera hagsmunamál allra aðila því efnið fær tvöfalt gildi með góðri mynd. Um iKjkkurra ára skeió höfum við haft ákaflega á- nægjulegt samstarf við prentsmiðjuna Prentval sem hefur prentað blaðið síðan farið var að offset- prenta það. \ú í haust hófum við viðskipti við nýstofnað fyrirtæki Leturval sem sér um sctn- ingu og útlit blaðsins. \ú hafá málin skipast þannig að aftur hefur verið ráðinn ritstjóri að blaðinu. Hann heitir Steinþór Pálsson og hefur starfað um skeið á skrifstofu UMFÍ. Steinþór er sonur Páls Aðalsteinssonar fyrrverandi fcjrmanns UMSK og býr í foreldrahúsum. Hann er 20 ára og lauk stútentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desembcr s.l. Steinþór hefur verið Steinþór Pálsson virkur lélagi í Umf. Aftureldingu í Moslellssveit og iðkað knattspyrnu, handbolta, borðtennis cjg 11. íþróttir og nteðal annars keppt á landsmóti. Að auki á hann sæli í stjórn Knattspyrnudeildar lél- agsins. Um leið cjg ég þakka öllum sent lagt hafá fram aðstoð við útgáfu Skinfáxa s.l. ár býð ég Steinþór velkominn til stara lýrir blaðið. Eg vænti þess að við ungmennafélagar sýnum honum að hann stendur ekki einn. Látum hann hafa nóg af efni. ÞETTA ER OKKAR BLAÐ. Diðrik Haraldsson. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.