Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 12
H E L G I B J A R N A S o Áhugi almennings fyrir körfuknattleik fer sífellt vaxandi. Frá leik í Borgamesi. Kört'ukuattleikur imgmcmiafélagauna Til fróðleiks fyrir lesendur Skinfaxa hefi ég tekið saman yfir- lit um körfuknattleik innan ung- mennafélaganna þ.e. þann hlut- ann sem kemur upp á yfirborðið með þátttöku í Islandsmótum. Eins og fram kemur er hlutur ung- mennafélaganna heldur rýr í dcildakeppninni en fer vaxandi í yngri flokkunum og hefur skipting yngri (lokkana í riðla eftir lands- hlutum haft þar mikil áhrif. Greinilegt er að þau félög sem sinna vel yngri Ilokkastarfi upp- skera vel og ástæða er til að hvetja þau ungmennafélög sem áhuga hafa á góðri inniíþrótt ylir vetur- inn og hægt er að stunda í litlum sölum, á að líta t.d. lil starfsemi Lngmennafélags Njarðvíkur og byrja á yngstu ílokkuin og sinna þeim vel, bíða síðan þolinmóðir og uppskeran verður undraverð þegar fram í sækir. Af 4497 iðk- endum körfuknattleiks á landinu eru 2390 innan ungmennafélags- hreyílngarinnar, eða 53,1%. Sú staðreynd að af tuttugu og tveim- ur félögum sem þátt taka í deilda- keppninni skuli aðeins vera sex félög innan UMFÍ er athyglisverð og er engan veginn í samræmi við hlutfall iðkenda innan UMFÍ. En athugum nú stöðu okkar í hinum einstöku þáttuin innan starfsemi KKÍ: Stjórnun Ofugt við það sem gerist hjá Ilestum hinna sérsambandanna hafa ungmennafélögin veruleg í- tök í stjórnun Körfuknattleiks- sambandsins því tveir af fimm stjórnarmönnum sambandsins eru ungmennafélagar þ.e. þeir Kristbjörn Albertsson úr Njarð- vík og Guðni Ölversson úr Grindavík. Stefán Ingólfsson er formaður KKÍ. Ungmennafélögin hirða þó ílest hver ekki um að senda full- trúa á þing KKÍ og er það miður, því þar er hægt að hafa áhrif á gang mála á byrjunarstigi og koma fram með skoðanir sínar og áhugamál varðandi íþróttina. Úrvalsdeild Umf. Njarðvíkur heldur uppi merki ungmennafélaganna í úr- valsdeildinni nú sem fyrr og er félagið, nú þegar þetta er ritað, efst af sex liðum úrvalsdeildar- innar og því óumdeilanlega besta körfuknattleiksfélag íslands um þessar mundir. UMFN hefur verið með ís- landsmeistaratitilinn innan seil- ingar í mörg ár en aldrei tekist að 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.