Skinfaxi - 01.02.1981, Qupperneq 22
Svava Grönfeldt, UMSB.
Stökkgreinar
Svava Grönfeldt bætti nú loks
UMFI-met Haídísar Ingimars-
dóttir sem staðið hafði allt frá
1971. Svava er í sérílokki í lang-
stökkinu og því mjög sigurstrang-
Ieg eflitið er til Landsmóts. Hólm-
fríður Erlingsdóttir stendur alltaf
fyrir sínu. Nanna Sif Gísladóttir
stórbætti sig á árinu og getur enn
betur með meiri æftngu. Allar þær
stúlkur sem eru í 6 efstu sætunum
nú gætu gert það gott næsta sum-
arefæfingum verðursinnt.
María Guðnadóttir er í sér-
fiokki í hástökkinu og bætti sig
verulega frá síðasta ári. Hún sigr-
aði m.a. í Kalottkeppninni og á
Meistaramóti Islands. Iris Grön-
feld náði ágætis árangri í hástökk-
inu miðað við að þessi grein er
aukagrein hjá henni.
Þórdís Hrafnkelsdóttir og
Nanna Sif Gísladóttir bættu sig
verulega, en þurfa miklu meiri
tækniþjálfun til að um áfram-
haldandi Iramlarir verði að ræða.
Hástökkið er mun betra á þessari
skrá en það var 1979.
Kastgreinar
Helga Unnarsdóttir keppti
með landsliði Islands í fyrsta
skipti síðastliðið surnar og er nú
efst á blaði í sinni aðalgrein kúlu-
v'arpinu. Helga er mikið efni sem
þarf að leggja rækt við tækniþjálf-
unina. Helga ætti að setja sér það
mark strax á næsta sumri að kasta
13.50 m. Sigurlína Hreiðarsdóttir
bætir sig enn og verður fróðlegt að
sjá liana keppa við Helgu á næsta
sumri. Sigurlína hefur mikla
reynslu, sem eflaust á eftir að
verða henni drjúg hjálp í stórum
mótum s.s. Landsmóti.
Elín Gunnarsdóttir keppti eins
og svo margir fleiri í fyrsta skipti í
landsliði s.l. sumar. Elín hefur
náð all sæmilegri tækni, en vantar
tilfinnanlega meiri snerpu og
kraft. Bæti Elín úr þessu verður
hún fyrst UMFÍ kvenna til að
kasta 40 m íris æfir lítillega
kringlukastið og vantar því mikið
upp á að tæknin sé boðleg, en
snerpuna og kraftinn vantar ekki.
Sigurlína og Helga eru á svipuð-
um slóðum í kringlukastinu líkt
og kúluvarpinu. I þessari grein
vantar þær báðar meiri kast- og
Þórdís Hrafnkelsdóttir, UÍA (t.v.) og
íris Grönfeldt, UMSB.
tækniþjálfun. Helga Björnsdóttir
er mikið efni kastaði kringlunni
31.36 m aðeins 14 ára gömul,
hvað gerir hún á næstu árum?
Mestu framfarirnar hafa áreið-
anlega orðið í S|)jótkastinu og var
sannarlega kominn tími til. íris
bætti íslandsmet sitt frá í fyrra
um 1.50 meter. íris er dugleg við
æfingar og tel ég mjög líklegt að
lnin kasti vel ylir 50 metra á næsta
ári. María Guðnadóttir vaknaði
loks af löngum dvala í spjótkast-
inu og kastaði yíir 40 metra í
fyrsta skipti. Birgitta Guðjóns-
dóttir HSK kom bæði sér og öðr-
um verulega á óvart með því að
kasta tvívegis yftr 40 metra og
bætti árangur sinn síðan í fyrra
um 9 metra. Birgitta er efnileg svo
ekki sé sterkar til orða tekið. Með
markvissri þjálfun í vetur og vor
eru 45—50 m ekki óraunhæft tak-
mark. Hildur Harðardóttir er
einnig mjög efnilegur kastari sem
getur náð langt með því að leggja
hart að sér við æftngar.
Fjölþrautir
Ingveldur Ingibergsdóttir, Elín
Blöndal og Kristín J. Símonar-
dóttir allar í UMSB voru þær einu
sem fóru í gegnum fimmtarþraut.
Þær eru allar ungar og lítt reyndar
í þessari grein eins og árangurinn
ber með sér.
Lokaorð
Enda þótt afrekin hafi ekki ver-
ið jafn góð í öllum greinum 1980
er nokkuð víst að um miklar fram-
farir og grósku verður að ræða á
Landsmótsárinu 1981. Keppnin á
Landsmótinu verður örugglega
harðari en nokkurtíma áður.
íþróttafólkið verður því að leggja
mun meira á sig við æfingar en
áður til að geta gert sér vonir um
að vcrða í fremstu röð.
Gott íþróttafólk það er mikið
framundan 1981.
Þráinn Hafsteinsson.
22
SKINFAXI