Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 29

Skinfaxi - 01.02.1981, Side 29
í tilefni þess að Guðmundur Guðmundsson lét nýlega af störl- um sem skólastjóri Félagsmála- skóla UMFÍ átti Skinfaxi viðtal við hann. Guðmundur, hvenær hófstu að vinna fyrir skólann? Eg kenni mitt fyrsta námskeið við skólann '12 og hcf kennt við hann af og til síðan. Þegar Félagsmálaskólinn var stofnaður 1970 var stjórn UMFI jafnframt skólanefndin. Haustið ’78 er gerð breyting á þessu og sett 5 manna skólanefnd og var ég skipaður formaður hennar og jafnframt skólastjóri skólans. Nefndinni var m.a. falið að end- urskoða reglugerð skólans. Ný reglugerð var santin og lögð lyrir þing UMFI að Stórutjarnaskóla ’79. Þá var gerð sú breyting að fækkað var í nefndinni í 3 menn. Hver er ástæðan fyrir því að þú lætur af störfum? I haust var farið þess á leit við mig að ég yrði formaður Æsku- lýðsráðs ríkisins. Eg sló til en þar sem ég taldi ekki rétt að vara bæði skólastjóri Félagsmálaskólans og formaður ÆRR ákvað ég að hætta sem skólastjóri skólans. Hvert er hlutverk ÆRR? Hlutverk ráðsins er í stuttu máli að skipuleggja opinberan stuðning við æskulýðsstarf í land- inu, og leitast við að samræma og stuðla að samvinnu þeirra lélaga- samtaka svo og annara aðila sem sinna þessum málum. Þá á ráðið að efna til ráðstefnu um æsku- lýðsmál og fylgjast með þróun þeirra bæði hér heima og erlendis. Að hvaða þáttum vinnur ráð- ið einkum? Það eru einkum þrír þættir sent ráðið vinnur að. í fyrsta lagi má nefna upplýsinga og gagnasöfnun um æskulýðsstarf. Þa stendur ráð- ið fyrir ráðstefnum um samstarf og samræmingu þeirra er vinna að æskulýsmálum. Og í þriðja lagi að veita stuðning við félagsmála- Iræðslu og standa fyrir þjálfun leiðbeinenda. Hvemig er samvinnu ÆRR og Félagsmálaskóla UMFÍ háttað? ÆRR markaði sér þá stefnu í upphafl að standa ekki fyrir mik- illi starfsemi sjálft, heldur styðja við bakið á þeim aðilum er sinna æskulýðsstarfi. A þeim 10 árurn sem liðin eru frá því að ráðið var sett á laggirnar hefur samstarf ÆRR og skólans verið mikið og gott. ÆRR annast útgáfu á náms- efni og stendur fyrir leiðbeinenda- menntun. Eintiig styrkir ráöið fél- agsmálanámskeið hjá æskulýð- félögum, en Félagsmálaskóli UMFÍ hefur haldið langllest námskeiðin. Einnig er mikið samstarf á milli UMFÍ og ÆRR um ýmsa aðra þætti, þá má nefna, að alltaf hefur ungmennafélagi átt sæti í ráðinu. Hver eru að þínu mati brýn- ustu verkefnin framundan hjá Félagsmálaskólanum? Akveðin landsvæði hafa orðið útundan h\ að varðar félagsmála- fræðslu og er brýnt að koma á námskeiðum þar. Þá þarf að endurvinna upp spjaldskrá urn öll þau námskeið sem Félagsmálaskólinn helur haldið. Einnig þarf að útbúa að- gengilega og þægilega handbók fyrir kennara skólans. Gott væri að skólinn gæti boðið upp á stutt námskeið um Ungmennafélags- hreyfinguna sent víðast, þ.e.a.s. um uppruna, hlutverk og starf- semi hennar svo eitthvað sé nefnt. Skinfaxi þakkar Guðmundi spjallið og óskar honum velfarn- aðar í liinu nýja starli og þakkar fyrir vel unnin störf í þágu skólans á undan lörnum árum. Diðrik Haraldsson liefur tekið við skólastjórastöðunni af Guð- mundi. Diðrik þarf varla að kynna fyrir lesendum Skinfaxa þar sem hann var útgáfustjóri blaðsins á síðasl liðnu ári. Auk þess situr hann í stjórn og Fram- kvæmdastjórn U.MFI. Einnig hefur hann verið í skólanefnd Fél- agsmálaskólans í rúm 2 ár. Skóla- nefndina skipa núna auk Diðriks, Finnur Ingólfsson, US\’S og Gissur Pétursson, UMSK. Skinfaxi óskar skólancfndinni góðs gengis í li amtíðinni. SP. Viðtal við Guomund Guðmutndsson SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.