Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 33
niður hjá Kristjáni og rabbað lítil-
lega við hann.
— Pið voruð með jlesta keppendur
ekki satt?
Já rúmlega 150 keppendur en
um 200 með fararstjórum og öðru
aðstoðarfólki. Það gekk mjög vel
að hafa stjórn á öllu þessu fólki, ég
er ánægður með hópinn. Hann
hefur verið samstilltur og fólk hef-
ur litið fyrst og fremst á sig sem
UMSK fólk. Allt skipulag gekk
mjög vel og er það mikið fram-
kvæmdastjóranum að þakka,
Helga Gunnarssyni, sem staðið
hefur sig frábærlega vel.
— Pið höjnuðuð í öðru sreti?
Já ég varð fyrir dálitlum von-
brigðum með úrslitin þó sérstak-
lega frjálsar, en auðvitað stefnum
við að sigri á næsta landsmóti. En
fyrst þurfum við að byggja upp
áhugasama forustu. Þá þurfum
við að byggja upp sambandið en
uppi hafa verið raddir um að
skipta eigi UMSK í fleiri sam-
bönd. Við höfum séð að nauðsyn-
legt er að hafa framkv.stj. í heilu
eða hálfu starfi allt árið og væri
æskilegt að við gætum komið því
á.
Annars er nú mikill áhugi inn-
an hópsins og þá sérstaklega inn-
an frjálsíþróttafólks og hafa óskir
komið fram um að halda héraðs-
Jörgen Bidstrup og Henning Christensen frá Danmörku.
Jörgen Bidstrup og Henning
Christensen hétu þessir Danir og
eru þeir búnir að vera í sýningar-
flokknum í tæp 10 ár. Flokkurinn
kom hingað til lands í boði UMFÍ
og landsmótsnefndar og mun
dvelja hér í 10 daga, kom 8. júlí og
fer heim 18.júlí.
Þcgar þeir voru spurðir hvort
þeir heíðu sé eitthvað af lands-
mótinu sögðu þeir að það heíði
verið lítið þar sem þeir helðu ferð-
ast mikið um nágrennið, m.a. til
Kristján Sveinbjömsson formaður UMSK bladar í nýútkomnum landsmótsfrétt-
um.
mót á þessu ári en slíkt mót hefur
ekki verið haldið í nokkur ár.
Kristján sagðist vera ánægður
að loknu móti og hann hefði
skemmt sér vel, tímanum sem
hann hefði eytt í undirbúning
taldi hann vel varið.
Þegar hér var komið, geystist
framkv.stjóri UMSK upp að okk-
ur á pallbíl sem hann hafði ein-
hverstaðar grafið upp. Við vild-
um því ekki tefja Kristján lengur
þar sem hann halði í nógu að snú-
ast. Lokaorð hans voru þau, að
hann vildi óska HSK til hamingju
með sigurinn, þeir væru vel að
honum komnir.
Næst voru teknir tali tveri Danir
úr sýningarflokknum frá Hobro
sem gerði mikla lukku á lands-
mótinu.
Þeir voru í óða önn að telja hve
margar tröppur væru frá miðbæn-
um og upp í kennslustofuna þar
sem þeir sváfu í Barnaskólanum,
en hann stendur beint fyrir ofan
kirkjuna.
SKINFAXI
33